Elsti og yngsti þingmaðurinn: Sjálfstæðiskonan og Vinstri græni forsetaframbjóðandinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 11:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er yngsti þingmaðurinn og Ari Trausti Guðmundsson sá elsti. Vísir Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28