Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:17 „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig,“ segir Katrín Jakobsdóttir, aðspurð hvort hún gæti gengið á fund flokksfélaga sinna í Vinstri grænum og lagt til ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Katrín var einn viðmælenda Heimis Más Péturssonar í hádegisfréttum Stöðvar 2. „Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. „Mér finnst um margt þessar kosningar auðvitað sýna eins og ég hef áður sagt að fólk er að kalla eftir, við erum að fá fleiri flokka á þing heldur en nokkru sinni fyrr. Það eru sjö flokkar á þingi, mér finnst það vera ákveðið svona ákall eftir því að fjölbreyttari raddir heyrist. Kannski að við vinnum betur saman, ekkert endilega innan ríkisstjórnar heldur líka bara á Alþingi.Mikilvæg skilaboð að vera annar stærsti flokkurinnKatrín sagði jafnframt að góð kosning Vinstri grænna sýni að góður hljómgrunnur er fyrir málflutningi flokksins. „Það sem kemur fram auðvitað líka er að núverandi ríkisstjórn er fallin eins og hér hefur komið fram. Við fáum góða kosningu , erum þar yst á vinstri vængnum og mér finnst það mjög mikilvæg skilaboð að hvað okkar málflutningur hefur fengið góðan hljómgrunn og þó það sé stutt á milli þá erum við samt í þeirri stöðu að vera annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“ Þá benti hún á að fleiri flokkar hefðu þó talað fyrir jöfnuði og uppbyggingu innviða. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það sem við lögðum kannski megináherslu á, sem eru aukinn jöfnuður og uppbygging innviða í þessu landi, eru málin sem voru efst í huga fólks í þessari kosningabaráttu. Auðvitað töluðu margir flokkanna fyrir því þó að á þeim sé síðan munur á hvernig þeir nálgast það málefni. Þannig að ég held að það sé auðvitað mikilvægasta verkefnið framundan, hvernig sem ný ríkisstjórn og ný stjórnarandstaða mun líta út, það er hvernig við ætlum að einhanda okkur í það að fara að byggja upp þessi gæði sem við eigum hér saman í þessu landi.“Katrín segir sína skoðun eftir um tíu mínútur í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira