Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:40 „Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
„Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14