Sigurður Ingi: Erfið stjórnarmyndun fram undan Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2016 16:48 Sigurður Ingi Jóhannsson mætti á Bessastaði klukkan 15 í dag. Vísir/anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir erfiða stjórnarmyndun fram undan og að starfsstjórn gæti því hugsanlega þurft að sitja lengi. Guðni Th. Jóhannesson féllst á lausnarbeiðni Sigurðar á fundi þeirra tveggja í dag þar sem Guðni óskaði meðal annars eftir því að stjórnin sæti uns búið sé að mynda nýja ríkisstjórn. „Ég held það sé nokkuð augljóst í ljósi niðurstöðu kosninganna þar sem mörgum leiðum hefur verið hafnað; byltingu Pírata, vinstri stjórn og núverandi ríkisstjórn. Þar af leiðandi er flókin úrlausnarstaða,“ sagði Sigurður Ingi eftir að hann gekk út af fundi með forsetanum. „Það þarf að kalla þingið saman innan tíu vikna og við þurfum líka að setja fjárlög fyrir áramót. Það hefur svo sem legið fyrir lengi að þessi tími kosninga sé ekki heppilegur út af því. EN það er þá í höndum sitjandi ríkisstjórnar að leysa úr því ef ekki verður komin ný,“ sagði hann. Sigurður sagðist hins vegar ekki vilja upplýsa um hvað nákvæmlega var rætt um á fundinum. Aðspurður hvort hann hafi ráðlagt Guðna að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, umboðið sagði hann: „Aftur, vísa ég ekki í tveggja manna tal og mun eiga fund með honum á morgun. [...] Það má leggja saman tvo og tvo og oft fá út fjóra.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11 Sigurður Ingi skilaði umboðinu til Guðna Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. 30. október 2016 14:36 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir erfiða stjórnarmyndun fram undan og að starfsstjórn gæti því hugsanlega þurft að sitja lengi. Guðni Th. Jóhannesson féllst á lausnarbeiðni Sigurðar á fundi þeirra tveggja í dag þar sem Guðni óskaði meðal annars eftir því að stjórnin sæti uns búið sé að mynda nýja ríkisstjórn. „Ég held það sé nokkuð augljóst í ljósi niðurstöðu kosninganna þar sem mörgum leiðum hefur verið hafnað; byltingu Pírata, vinstri stjórn og núverandi ríkisstjórn. Þar af leiðandi er flókin úrlausnarstaða,“ sagði Sigurður Ingi eftir að hann gekk út af fundi með forsetanum. „Það þarf að kalla þingið saman innan tíu vikna og við þurfum líka að setja fjárlög fyrir áramót. Það hefur svo sem legið fyrir lengi að þessi tími kosninga sé ekki heppilegur út af því. EN það er þá í höndum sitjandi ríkisstjórnar að leysa úr því ef ekki verður komin ný,“ sagði hann. Sigurður sagðist hins vegar ekki vilja upplýsa um hvað nákvæmlega var rætt um á fundinum. Aðspurður hvort hann hafi ráðlagt Guðna að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, umboðið sagði hann: „Aftur, vísa ég ekki í tveggja manna tal og mun eiga fund með honum á morgun. [...] Það má leggja saman tvo og tvo og oft fá út fjóra.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11 Sigurður Ingi skilaði umboðinu til Guðna Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. 30. október 2016 14:36 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Síðast skellti „umboðsmaður“ sér í bústað með Bjarna Ben og pönnukökur voru bakaðar. 30. október 2016 16:11
Sigurður Ingi skilaði umboðinu til Guðna Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. 30. október 2016 14:36