Hvorki kollsteypur né óbreytt ástand Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2016 07:00 Frá talningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í fyrrinótt. Vísir/Jóhann K. Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Helst er að merkja að skilaboð kjósenda í alþingiskosningunum á laugardaginn hafi verið að standa skuli vörð um efnahagslegan stöðugleika, ákall um samstarf á hinu pólitíska sviði og hógværar kerfisbreytingar. Óbreytt ástand er ekki í boði frekar en kollsteypur. Þetta er rauði þráðurinn þegar stjórnmálaskýrendur eru spurðir um hver skilaboðin voru frá kjósendum á laugardaginn þegar litið er yfir sviðið í heild.Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessorGrétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að vel megi túlka gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem vilja kjósenda um stöðugleika – eða varkára efnahagsstjórn sem var kjarninn í skilaboðum flokksins í kosningabaráttunni. Sé horft til fylgis Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá megi túlka það sem ákall um breytingar. „Kannski eru þetta megin línurnar,“ segir Grétar. Þetta er ekki eindregin hægri eða vinstri sveifla. „Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi, en miðjan sem heild er líka að koma vel út. Þá má spyrja hvort ekki sé mögulegt að færa kjósendum hvoru tveggja. Í þessu felst kannski beiðni um að ljúka uppgjörinu við hrunið – bæði með ákveðnum hógværum breytingum á kerfinu en líka að halda þessum ávinningi sem við höfum vissulega náð – að klúðra honum ekki.“Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir skýrar línur vandséðar. Fjórðungur kjósenda hafi valið Pírata og Viðreisn – frjálslynda umbótaflokka. Þeir vilji breytingar í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og á stjórnarskrá – en mismiklar þó. Það sé athyglisvert í samhengi við það að gamli fjórflokkurinn fái aðeins rétt rúmlega 60% fylgi sem er lang lægsta hlutfall atkvæða sem þeir hafa fengið í kosningum og í staðinn leiti fylgið til frjálslyndra umbótaflokka. Viðreisn – miðjuflokkur sem hallar sér til hægri – er í lykilstöðu, segir Baldur. Viðreisn hafi þó hafnað Píratabandalaginu og tali fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki öðrum en Framsóknarflokknum. „Björt framtíð kemur þá fyrst upp í hugann, en sú stjórn hefði aðeins 32 þingmenn sem er ekki sterk staða,“ segir Baldur. Viðreisn líti vissulega til Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna en slík stjórnarmyndun sé vart inni í myndinni fyrr en eftir nokkurra vikna stjórnarkreppu. Ástæðan er að grasrótin og flokksstofnanir Vinstri grænna standa í veginum en þá beri að hafa í huga „að í stjórnarkreppu leyfist mönnum meira,“ segir Baldur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira