Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 09:47 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. „Það vantar myndirnar af okkur að heilsa öllum hinum,“ sagði Óttarr léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á forsíðu Fréttablaðsins er greint frá því að Óttarr og Bjarni hafi rætt saman í síma í gær um mögulega ríkisstjórn flokkanna þeirra og Viðreisnar. Spurður út í símtalið í morgun sagði Óttarr: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi.“ Óttarr sagði að myndin á forsíðunni í dag gæfi til kynna ð Björt framtíð gæti mögulega verið í einhvers konar oddastöðu. „Þessir frjálslyndu miðjuflokkar eru kannski í ákveðinni oddastöðu því það sem gerist í þessum kosningum og mér finnst merkilegt er að kjósendur segja „Við viljum hrista upp í þessu.“ [...] Það kemur upp úr kössunum dálítið flókin staða, nokkrir stórir en enginn áberandi og ekkert svona sjálfgefið. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt og þroskandi fyrir lýðræðið okkar að við þurfum að hafa fyrir því að finna stjórnarmynstur sem virkar og ná saman,“ sagði Óttarr.En er hægt að hrista upp í þessu með Sjálfstæðisflokknum? „Ja, það er aftur spurningin. Við upplifðum það á þessu kjörtímabili sem var að líða að ríkisstjórnin hafði mjög sterkan meirihluta og hafði tilhneigingu til að gera hlutina dálítið ein og án þess að vinna með öðrum flokkum í stjórnarandstöðunni. [...] Ég veit að þetta á ekki við um öll mál vegna þess að það voru undantekningar á þessum vinnubrögðum en þetta var svona tendensinn. Málefnalega var svo mjög langt á milli okkar og sjálfstæðismanna, en það er sagt að pólitík á að vera list hins mögulega þannig hún á að vera list möguleika manna til að ræða sig saman um flókin málefni þó þeir séu kannski ekki sammála til að byrja með.“ Eygló Harðardóttir var með Óttarri í hljóðveri Bylgjunnar í morgun og má hlusta á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00 Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Mjög langt á milli svo ríkissáttasemjari reyni að höggva á hnútinn Björgunarskipið kallað út á mesta forgangi Kennarar svara umboðsmanni barna Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Verkföllum kennara aflýst samþykki deiluaðilar tillögu ríkissáttasemjara á laugardag „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Langt á milli deiluaðila og reynt að höggva á hnútinn Bein útsending: Ríkissáttasemjari fer yfir innanhússtillöguna Ýtti konu fyrir bíl Missti stjórn á bílnum og rakst utan í tvo Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Skipaður skrifstofustjóri fjármála Sextíu flugferðum aflýst Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Vegum um Hellisheiði og Þrengsli lokað Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Umferð um brautina gangi hægt Leggur fram innanhússtillögu Plottað um heimsyfirráð eða dauða Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Kennaradeilan enn í hnút og mannskætt flugslys í Washington Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Búið að opna Reykjanesbraut á ný Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Staða viðræðna valdi „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 30. október 2016 19:00