Innlent

Katrín telur vænlegra að mynda meirihlutastjórn

Birgir Olgeirsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir útilokar ekki neitt þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana.
Katrín Jakobsdóttir útilokar ekki neitt þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana. Vísir/GVA
„Ég útiloka það ekki,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hugmynd Pírata um minnihlutastjórn er borin undir hana. Þegar fulltrúar Pírata, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson og Smár McCarthy, komu af fundi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag sögðust þau vilja verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli.

Katrín segist í samtali við Vísi ekki útliloka þann möguleika. „Ég tel þó vænlegra að reyna fyrst myndun fleiri flokka stjórnar með meirihluta,“ segir Katrín en hún greindi frá því fyrr í dag að hún hefði sagt við Guðna Th. að hennar fyrsti kostur væri fimm flokka stjórn til vinstri.

Aðspurð hvort hún eigi von á því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands svarar hún: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Forsetinn þarf að fá að ljúka sínu verkefni í dag.“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×