Mercedes með nýja línu-sexu í S-Class Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2016 16:55 Sex strokka línuvélin frá Benz. Fyrir um tveimur áratugum síðan voru 6 strokka bensínvélar með strokkana í beinni línu algengar undir vélarhlífum bíla, en öllu fátíðari nú. Þessu ætlar Mercedes Benz að breyta með nýrri línu-sexu, eins og þær eru stundum kallaðar, og er þar á ferð mjög öflug og tæknivædd vél. Þessi vél hefur framleiðslunúmerið M256 og er skráð fyrir 408 hestöflum. Henni er ætlað að vera í S-Class bíl Mercedes Benz, en mun væntanlega sjást í fleiri bílum fyrirtækisins. Nýja sex strokka línuvélin er reyndar hluti af heilli fjölskyldu nýrra véla frá Mercedes Benz sem allar eru með sömu breidd strokka, þ.e. 90 mm, en eru 4, 6 og 8 strokka og bæði bensín- og dísilvélar. Sex strokka línuvélin er sérstaklega hönnuð til að vera í tengiltvinnbílum Benz bíla. Hún er með rafdrifinni forþjöppu sem snúist getur 70.000 snúninga á innan við 0,3 sekúndum, auk hefðbundinnar forþjöppu og því verður ekki um að ræða neitt forþjöppuhik. Sprengirými þessarar vélar er 3 lítrar en hestöflin samt 408 og því hefur Mercedes Benz tekist að ná miklu útúr takmörkuðu sprengirýminu. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Fyrir um tveimur áratugum síðan voru 6 strokka bensínvélar með strokkana í beinni línu algengar undir vélarhlífum bíla, en öllu fátíðari nú. Þessu ætlar Mercedes Benz að breyta með nýrri línu-sexu, eins og þær eru stundum kallaðar, og er þar á ferð mjög öflug og tæknivædd vél. Þessi vél hefur framleiðslunúmerið M256 og er skráð fyrir 408 hestöflum. Henni er ætlað að vera í S-Class bíl Mercedes Benz, en mun væntanlega sjást í fleiri bílum fyrirtækisins. Nýja sex strokka línuvélin er reyndar hluti af heilli fjölskyldu nýrra véla frá Mercedes Benz sem allar eru með sömu breidd strokka, þ.e. 90 mm, en eru 4, 6 og 8 strokka og bæði bensín- og dísilvélar. Sex strokka línuvélin er sérstaklega hönnuð til að vera í tengiltvinnbílum Benz bíla. Hún er með rafdrifinni forþjöppu sem snúist getur 70.000 snúninga á innan við 0,3 sekúndum, auk hefðbundinnar forþjöppu og því verður ekki um að ræða neitt forþjöppuhik. Sprengirými þessarar vélar er 3 lítrar en hestöflin samt 408 og því hefur Mercedes Benz tekist að ná miklu útúr takmörkuðu sprengirýminu.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent