Þúsund Skagamenn vinna á Grundartanga og í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Íbúar á Ísafirði sem ætla að leggja fyrir sig háskólanám þurfa að flytjast úr heimabyggð. vísir/pjetur Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira