Gunnar Bragi skipaði aðstoðarmann sinn í stjórn hjá Matís Þorgeir Helgason skrifar 20. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði aðstoðarmann sinn, Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, og Viggó Jónsson, aðalfulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar, í stjórn Matís í fyrradag. Gunnar skipaði í stjórnina ellefu dögum áður en hann lætur af embætti ráðherra. Deginum áður en Gunnar Bragi tók við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dældi hann út skúffufé utanríkisráðuneytisins í styrki. Sunna, sem er mágkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár. Viggó hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann er einnig varamaður stjórnar Kaupfélags Skagafjarðar. Þremur stjórnarmönnum var vikið úr stjórn kvöldið fyrir aðalfundinn en einn hætti af sjálfsdáðum. Hringt var í þau þar sem þeim var tilkynnt að þjónustu þeirra hjá Matís væri ekki óskað lengur. Rekstur Matís, sem er vísinda- og nýsköpunarfélag, hefur gengið vel og mikil kjölfesta verið hjá stjórninni, en fyrir aðalfundinn höfðu fjórir stjórnarmeðlimir starfað í stjórninni frá stofnun félagsins árið 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga til síðustu þriggja ára.Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fer með eignarhlut ríkissjóðs í félaginu og ákveður skipan stjórnarinnar en Matís er eina opinbera hlutafélagið sem lýtur ekki yfirstjórn fjármálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins höfðu þeir þrír stjórnarmenn sem vikið var úr starfi, Arnar Bjarnason hagfræðingur, Friðrik Friðriksson, hagfræðingur og fyrrverandi formaður Matís, og Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir og forstjóri ÍSAM, haft hug á því að starfa áfram fyrir félagið. Arnar hafði starfað hjá Matís í eitt ár en Bergþóra, sem skipuð var í stjórn Matís af Sigurði Inga Jóhannessyni forsætisráðherra, í rúm tvö ár. Ásamt Sunnu og Viggó tóku Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, og Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, við störfum hjá Matís í fyrradag. Ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson við gerð fréttarinnar þar sem hann var á kosningaferðalagi um Skagafjörð. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Utanríkisráðherra skipaði aðstoðarmanninn í stjórn Íslandsstofu Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur verið skipaður í stjórn Íslandsstofu. 19. október 2016 07:00