Aston Martin smíðar 175 eintök af 350 milljóna ofurbíl Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 09:46 Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin ætlar að smíða 175 eintök af AM-Red Bull 001 bílnum, en þar fer enginn venjulegur bíll heldur líklega einn svakalegasti götuhæfi bíll sem um getur. Þessi bíll er smíðaður í samstarfi Aston Martin og Red Bull Racing og forsvarsmenn þeirra segja að þar muni fara hraðskreiðasti fjöldaframleiddi götubíll sögunnar. Bíllinn öflugi kemst í 320 km hraða og nær að stöðvast aftur á 15 sekúndum. Það tekur hann 10 sekúndur að ná 320 og aðeins 5 sekúndur að staðnæmast aftur með sínum svakalegu bremsum. Fyrir svo magnaðan bíl þarf að greiða skildinginn, en hvert eintak af honum mun kosta um 350.000 milljónir króna. Af þeim 175 eintökum sem stendur til að smíða verða 150 götuhæf, en 25 eintök ætluð eingöngu í brautarkeyrslu og verða þeir bílar jafnokar keppnisbílanna í Le Mans þolakstrinum. Mikið hefur verið lagt í loftflæðipælingar í þessum bíl og hefur hann 4.400 punda niðurþrýsting og ætti því að tolla sæmilega á götunum þó hratt sé farið. Þessi niðurþrýstingur dugar bílnum til að taka beygjur sem skapar 4G þrýsting á ökumann bílsins og er slíkt ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn vegur ekki nema rétt um 1.000 kíló og hestöflin verða ekki færri en það. Aston Martin AM-RB 001 verður kominn á göturnar seint á næsta ári. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin ætlar að smíða 175 eintök af AM-Red Bull 001 bílnum, en þar fer enginn venjulegur bíll heldur líklega einn svakalegasti götuhæfi bíll sem um getur. Þessi bíll er smíðaður í samstarfi Aston Martin og Red Bull Racing og forsvarsmenn þeirra segja að þar muni fara hraðskreiðasti fjöldaframleiddi götubíll sögunnar. Bíllinn öflugi kemst í 320 km hraða og nær að stöðvast aftur á 15 sekúndum. Það tekur hann 10 sekúndur að ná 320 og aðeins 5 sekúndur að staðnæmast aftur með sínum svakalegu bremsum. Fyrir svo magnaðan bíl þarf að greiða skildinginn, en hvert eintak af honum mun kosta um 350.000 milljónir króna. Af þeim 175 eintökum sem stendur til að smíða verða 150 götuhæf, en 25 eintök ætluð eingöngu í brautarkeyrslu og verða þeir bílar jafnokar keppnisbílanna í Le Mans þolakstrinum. Mikið hefur verið lagt í loftflæðipælingar í þessum bíl og hefur hann 4.400 punda niðurþrýsting og ætti því að tolla sæmilega á götunum þó hratt sé farið. Þessi niðurþrýstingur dugar bílnum til að taka beygjur sem skapar 4G þrýsting á ökumann bílsins og er slíkt ekki fyrir hvern sem er. Bíllinn vegur ekki nema rétt um 1.000 kíló og hestöflin verða ekki færri en það. Aston Martin AM-RB 001 verður kominn á göturnar seint á næsta ári.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent