Nýi bíll Lynk & Co frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 10:22 Lynk & Co 01 er hinn laglegasti jepplingur. Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent