Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 28-33 | Þriðji sigur Hauka staðreynd Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 20. október 2016 22:00 Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka. vísir/eyþór Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Haukar lögðu Stjörnuna 33-28 í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í Garðabæ. Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en var þó aðeins tveimur mörkum yfir í háfleik 15-13. Sveinbjörn Pétursson varði vel í fyrri hálfleik og hélt liði sínu inni í leiknum.Eyþór Árnason tók myndirnar úr leiknum sem má sjá hér að ofan. Stjarnan byrjaði mun betur í seinni hálfleik og komst tveimur mörkum yfir þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Haukar breyttu í 5-1 vörn og skoruðu sjö mörk í röð á átta mínútna kafla. Það lagði grunninn að sigrinum og kom það ekki að sök að Haukar voru þremur færri síðustu tvær mínútur leiksins. Ari Magnús Þorgeirsson var mjög öflugur hjá Stjörnunni og Garðar Sigurjónsson var öruggur á vítalínunni. Janus Daði Smárason var að vanda öflugur hjá Haukum og Adam Haukur Baumruk átti mjög góða spretti. Einar Ólafur Vilmundarson kom inn í mark liðsins í seinni hálfleik og lokaði markinu um tíma. Haukar eru nú með sex stig en þó enn í næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti. Stjarnan er um miðja deild með tveimur stigum meira. Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar var í leikbanni í kvöld fyrir að láta Arnar Sigurjónsson dómara heyra það í fjölmiðlum. Sérstaka athygli vakti að Arnar dæmdi leikinn í kvöld í TM-höllinni. Jóhann Ingi: Dómarinn settur í erfiða stöðu„Við skorum ekki, mér fannst vera það í fljótu bragði eftir leikinn,“ sagði Jóhann Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar um átta mínútna kaflann þegar Haukar skoruðu sjö mörk í röð. „Við fáum færi í hverri sókn en Einar Ólafur (Vilmundarson) kom sterkur inn í markið. Á sama tíma erum við slakir varnarlega líka. Maður þarf að sjá þetta aftur til að meta þetta betur. „Mér fannst menn gefa allt í þetta. Þetta er stundum svona. Það brotnaði undan stemningunni þegar það gekk illa, eðlilega,“ sagði Jóhann. Arnar Sigurjónsson dæmdi leikinn í kvöld ásamt Bjarka Bóassyni en Einar Jónsson fékk leikbannið fyrir að kvarta undan Arnari þegar hann dæmdi leik Stjörnunnar og Aftureldingar. Ákvörðun dómaranefndar vakti óneitanlega athygli. „Ég veit ekki hvort ég megi segja það en mér finnst þetta fáránlegt. Dómarinn er settur í erfiða stöðu. Það er óþarfa pressa sett á hann finnst mér,“ sagði Jóhann Ingi. Gunnar: Búnir að snúa skútunni við„Ég er hrikalega ánægður með karakterinn hjá strákunum í kvöld,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum tveimur mörkum undir eftir að hafa leitt allan leikinn. Við skiptum um vörn sem gekk vel og Einar Ólafur kemur sterkur inn í markið.“ Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en hefðu hæglega getað farið með betri stöðu inni í hálfleikinn. „Ég hélt að þetta ætlaði að verða enn einn leikurinn. Við fáum hraðaupphlaup til að koma okkur fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik. Það hefði verið ákveðinn þröskuldur að fara yfir. „Við klúðrum dauðafæri og fáum mark í bakið og endum á að fara með tvö mörk í hálfleik í staðin fyrir fjögur, fimm.“ Þrátt fyrir sigurinn í kvöld eru Haukar enn í fallsæti en það er þéttur pakki rétt fyrir ofan liðið í deildinni. „Ég er búinn að vera ánægður með síðustu leiki. Við erum búnir að snúa skútunni við og farnir að sigla í rétta átt en ég sef ekki rólega fyrr en við erum komnir á fulla ferð áfram,“ sagði Gunnar sem vildi ekkert tjá sig um ákvörðun dómaranefndar að láta Arnar Sigurjónsson dæma leikinn í kvöld. „Ég á fullt í fangi með mitt lið og snúa mínu gengi við. Ég læt aðra dæma um það.“vísir/eyþórvísir/eyþórvísir/eyþór
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira