Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. október 2016 15:55 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segir Viðreisn tilbúið í samstarf með öllum flokkum, hvort sem það eru stjórnarflokkarnir eða stjórnarandstaðan, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta Viðreisn á miðjunni. Draumurinn væri að hægt væri að sameinast um frjálslynda miðjustjórn sem tilbúin er að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar. Þetta sagði Þorgerður í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist verða vör við að fólk eigi í töluverðum vandræðum með að skilgreina Viðreisn - hvort sem það er til vinstri eða hægri. „Ég hef séð að annað hvort erum við kölluð litli eða hækja Sjálfstæðisflokksins svo eru aðrir sem segja að við séum kannski að verða stóra Samfylkingin.“ Þorgerður segir að slíkar vangaveltur séu líklega til marks um „hina gömlu pólitík“ sem hún og margir séu orðnir þreyttir á. „Það er alltaf verið að draga mann í dilka, verið að setja mann á bás og fyrir vikið þurfum við í Viðreisn að hafa svolítið fyrir því,“ segir Þorgerður. Viðreisn hafi ekki haft sama aðgang að ræðustól Alþingis og þeir flokka sem fyrir voru á þingi og því hafi flokknum ekki gefist færi á að koma stefnu sinni jafn vel til skila og eldri flokkar. „Fyrir vikið erum við að reyna að segja fyrir hvað við stöndum og að við séum einfaldlega við en ekki íhald eða argasta vinstrimennska,“ segir Þorgerður.Ekki hrifin af þreifingum í átt að harðkjarna vinstristjórn Flokkurinn sé miðjuflokkur og sé til í viðræður við alla flokka, jafnt stjórnarflokkana sem aðra, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta þeim á miðjunni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við viljum tala við þá sem eru til í að tala við okkur á miðjunni; um frjálslyndi, um ákveðin sjónarmið,“ segir Þorgerður og nefnir þar hugmyndir Viðreisnar um myntráð í því samhengi. Þá þurfi samstarfsflokkarnir einnig að geta hugsað sér að standa að kerfisbreytingum, án kollvörpunar, svo sem í sjárvarútvegi og landbúnaði. Draumaríkisstjórn Þorgerðar væri því frjálslynd miðjustjórn. „Við erum að horfa upp á það allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru að þreifa fyrir sér í harðkjarna vinstristjórn. Við erum ekki þar. Við viljum heldur ekki íhaldsstjórn sem vill engar kerfisbreytingar. Þannig að við segjum: Komið aðeins til okkar á miðjuna og þá skulum við tala við alla flokka,“ segir Þorgerður sem segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf við neinn. Viðtalið við Þorgerði má sjá hér að ofan þar sem hún svarar spurningum lesenda um stefnumál Viðreisnar jafnt sem um hennar persónulegu mál; fjármál þeirra hjóna og vinskap hennar og Bjarna Benediktssonar. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, segir Viðreisn tilbúið í samstarf með öllum flokkum, hvort sem það eru stjórnarflokkarnir eða stjórnarandstaðan, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta Viðreisn á miðjunni. Draumurinn væri að hægt væri að sameinast um frjálslynda miðjustjórn sem tilbúin er að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar. Þetta sagði Þorgerður í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist verða vör við að fólk eigi í töluverðum vandræðum með að skilgreina Viðreisn - hvort sem það er til vinstri eða hægri. „Ég hef séð að annað hvort erum við kölluð litli eða hækja Sjálfstæðisflokksins svo eru aðrir sem segja að við séum kannski að verða stóra Samfylkingin.“ Þorgerður segir að slíkar vangaveltur séu líklega til marks um „hina gömlu pólitík“ sem hún og margir séu orðnir þreyttir á. „Það er alltaf verið að draga mann í dilka, verið að setja mann á bás og fyrir vikið þurfum við í Viðreisn að hafa svolítið fyrir því,“ segir Þorgerður. Viðreisn hafi ekki haft sama aðgang að ræðustól Alþingis og þeir flokka sem fyrir voru á þingi og því hafi flokknum ekki gefist færi á að koma stefnu sinni jafn vel til skila og eldri flokkar. „Fyrir vikið erum við að reyna að segja fyrir hvað við stöndum og að við séum einfaldlega við en ekki íhald eða argasta vinstrimennska,“ segir Þorgerður.Ekki hrifin af þreifingum í átt að harðkjarna vinstristjórn Flokkurinn sé miðjuflokkur og sé til í viðræður við alla flokka, jafnt stjórnarflokkana sem aðra, svo lengi sem þeir séu tilbúnir að mæta þeim á miðjunni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við viljum tala við þá sem eru til í að tala við okkur á miðjunni; um frjálslyndi, um ákveðin sjónarmið,“ segir Þorgerður og nefnir þar hugmyndir Viðreisnar um myntráð í því samhengi. Þá þurfi samstarfsflokkarnir einnig að geta hugsað sér að standa að kerfisbreytingum, án kollvörpunar, svo sem í sjárvarútvegi og landbúnaði. Draumaríkisstjórn Þorgerðar væri því frjálslynd miðjustjórn. „Við erum að horfa upp á það allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru að þreifa fyrir sér í harðkjarna vinstristjórn. Við erum ekki þar. Við viljum heldur ekki íhaldsstjórn sem vill engar kerfisbreytingar. Þannig að við segjum: Komið aðeins til okkar á miðjuna og þá skulum við tala við alla flokka,“ segir Þorgerður sem segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf við neinn. Viðtalið við Þorgerði má sjá hér að ofan þar sem hún svarar spurningum lesenda um stefnumál Viðreisnar jafnt sem um hennar persónulegu mál; fjármál þeirra hjóna og vinskap hennar og Bjarna Benediktssonar.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26