Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson skrifar 20. október 2016 23:36 Mamadou Samb átti ágæta spretti en mér er fyrirmunað að sjá hvernig hann er besti kostur fyrir þetta lið. Hann er hávaxinn en með mjög háan þyngdarpunkt og virkar oft á tíðum klaufa- og silalegur. vísir/anton Leikur kattarins... Tindastólsmenn gerðu sér að góðu bæjarferð sína þegar þeir heimsóttu laskað lið ÍR í Breiðholtið og unnu þægilegan sigur, 68-82. Leikurinn var ekki uppá marga fiska áhorfslega séð en alveg ljóst í mínum huga að liðsegó Stólanna hafi haft sérlega gott af þessari viðureign. Stólarnir lögðu sig virkilega fram og voru skipulagðir, gengu hreint til verks og náðu að sýna yfirburði sína snemma. Þrátt fyrir þetta náðu ÍR-ingar að klóra í bakkann nokkrum sinnum í leiknum og minnka muninn í viðráðanlega stærð en Tindastólsmenn virtust alltaf hafa þetta í hendi sér. Í upphafi seinni hálfleiks átti ÍR sinn besta kafla og náði að minnka muninn í þrjú stig. Heimamenn héldu að leikurinn væri eitthvað að snúast en Stólarnir svöruðu þessu með það afgerandi kafla að engum duldist hver úrslit leiksins yrðu eftir hann; á næstu sjö mínútum breyta þeir stöðunni í 48-65, sem var staðan fyrir lokafjórðung, og leikurinn algjörlega í höndum gestanna. Fjórði hluti var raunar bara formsatriði og dapur bolti á að horfa, þó svo að ég taki ekkert af heimamönnum sem reyndu og sýndu töluverða baráttu og vilja. Þeir náðu rispu sem minnkaði muninn í þrettán stig en nokkrum sekúndum seinna smellti eldgamli endajaxlinn Helgi Freyr Margeirsson þristi í andlitið á grunlausum vegfaranda ÍR-liðsins og síðasti andardráttur ÍR blés útum opnu dyrnar á Hertz-hellinum; leik lokið!Alveg eftir bókinni! Fyrirfram áttu Stólarnir vissulega að sigra þennan leik auðveldlega; þeir eru með mögulegt titlalið í höndunum og mættu stórlöskuðu liði ÍR sem léku án Kristins Marínóssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Fyrir lið eins og ÍR er þetta svipað og að heilsuveil manneskja gefi Blóðbankanum fjóra lítra í stað hálfs! Með þessar innherjaupplýsingar fyrir leik gerðu Stólarnir áætlun um að keyra leikinn upp, pressa bakverðina upp völlinn, setja gildrur á köntum og spila mjög aggressívt á báðum endum vallarins. Þetta gekk vel upp á löngum köflum og þó gestirnir hafi misst einbeitinguna einstaka sinnum misstu Stólarnir aldrei tökum á leiknum eða mótherja sínum. ÍR hefur ekki efni á slíkri manneklu lengi og sérstaklega ekki þegar mótherjinn er löðrandi í gæðum langt niðrá bekkinn.Pétur Rúnar átti stórleik í kvöld.vísir/antonIlla skipulagðir heimamenn Þrátt fyrir góðan anda, frábæra baráttu og leikgleði vantaði einfaldlega bara upp á gæðin í liði ÍR; liðsmenn náðu aðeins það sem ég vil kalla „yfirborðskenndum“ sprettum sem fólust í að hitta nokkrum þristum í röð þegar mótherjinn svaf algjörlega á verðinum og koma sér þannig í seilingarfjarlægð. Það sást langar leiðir að þrátt fyrir þessa spretti náði ÍR-liðið aldrei að ógna Stólunum eða ná nægilegu valdi á sínum leik til þess að gefa sér tækifæri á sigri; til þess voru Stólarnir of sterkir. Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leik að „ekkert hafi virkað því við fylgdum ekki leikplaninu.“ Þetta ætti hinsvegar ekki að vera mikið áhyggjuefni fyrir Borce því liðið náði að sýna margt jákvætt og alveg ljóst í mínum huga að þjálfarinn er á góðri leið með liðið. Það hefði verið kraftaverk ef heimamönnum hefði tekist að vinna leikinn og þessiVangaveltur um Stóla Stólarnir sýndu yfirburði sína og munu njóta góðs af þessum leik með auknu sjálfstrausti í næstu umferðum. Pétur Birgisson og Chris Caird áttu stórleik og skoruðu vel rúmlega helming stiga liðsins. Stöðugleikann skorti vissulega en þeir sem komu af bekknum lögðu sig vel fram og liðsvörnin small vel á löngum köflum. Mótherjinn var vissulega veikburða af blóðleysi en „svona leikir er oft mjög erfiðir og nauðsynlegir að taka þéttum tökum,“ eins og Helgi Rafn Viggósson fyrirliði sagði eftir leikinn. Mamadou Samb átti ágæta spretti en mér er fyrirmunað að sjá hvernig hann er besti kostur fyrir þetta lið. Hann er hávaxinn en með mjög háan þyngdarpunkt og virkar oft á tíðum klaufa- og silalegur. Stólarnir virðast ekki kunna að nota hann almennilega og leituði ekki kerfisbundið á hann undir körfunni. Þegar þetta var reynt áttu varnarmenn ÍR í fullu tré við hann og lokuðu oft á sendingar inn til hans. Þetta á ekki að vera svona þegar sóknarleikmaðurinn er 210 sentimetrar í þessari deild og því velti ég því fyrir mér hvort Tindstólsliðið geti mögulega orðið eins sterkt og ég hafði ímyndað mér að það gæti verið í vetur? Samb er ekki fjölhæfur, hraður eða stórtækur frákastari. Hann er seinn í öllum varnarhreyfingum og virðist una sér best fyrir utan að skjóta stuttum skotum, sem virðist vera hans helsti kostur. Ég skil alveg hvað þjálfarar liðsins eru að hugsa með þessari ráðningu en ég neita að viðurkenna að sú nálgun henti Tindastólsliðinu, eða hvaða liði sem er í þessari yndislegu Domino‘s-deild okkar hér á Fróni. Ef ég á að gúddera þetta fyrirkomulag þurfa Stólarnir að sýna mér að liðið geti nýtt manninn eins og önnur lið nýta sína erlendu leikmenn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. 20. október 2016 22:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Leikur kattarins... Tindastólsmenn gerðu sér að góðu bæjarferð sína þegar þeir heimsóttu laskað lið ÍR í Breiðholtið og unnu þægilegan sigur, 68-82. Leikurinn var ekki uppá marga fiska áhorfslega séð en alveg ljóst í mínum huga að liðsegó Stólanna hafi haft sérlega gott af þessari viðureign. Stólarnir lögðu sig virkilega fram og voru skipulagðir, gengu hreint til verks og náðu að sýna yfirburði sína snemma. Þrátt fyrir þetta náðu ÍR-ingar að klóra í bakkann nokkrum sinnum í leiknum og minnka muninn í viðráðanlega stærð en Tindastólsmenn virtust alltaf hafa þetta í hendi sér. Í upphafi seinni hálfleiks átti ÍR sinn besta kafla og náði að minnka muninn í þrjú stig. Heimamenn héldu að leikurinn væri eitthvað að snúast en Stólarnir svöruðu þessu með það afgerandi kafla að engum duldist hver úrslit leiksins yrðu eftir hann; á næstu sjö mínútum breyta þeir stöðunni í 48-65, sem var staðan fyrir lokafjórðung, og leikurinn algjörlega í höndum gestanna. Fjórði hluti var raunar bara formsatriði og dapur bolti á að horfa, þó svo að ég taki ekkert af heimamönnum sem reyndu og sýndu töluverða baráttu og vilja. Þeir náðu rispu sem minnkaði muninn í þrettán stig en nokkrum sekúndum seinna smellti eldgamli endajaxlinn Helgi Freyr Margeirsson þristi í andlitið á grunlausum vegfaranda ÍR-liðsins og síðasti andardráttur ÍR blés útum opnu dyrnar á Hertz-hellinum; leik lokið!Alveg eftir bókinni! Fyrirfram áttu Stólarnir vissulega að sigra þennan leik auðveldlega; þeir eru með mögulegt titlalið í höndunum og mættu stórlöskuðu liði ÍR sem léku án Kristins Marínóssonar, Stefáns Karels Torfasonar og Matthíasar Orra Sigurðarsonar. Fyrir lið eins og ÍR er þetta svipað og að heilsuveil manneskja gefi Blóðbankanum fjóra lítra í stað hálfs! Með þessar innherjaupplýsingar fyrir leik gerðu Stólarnir áætlun um að keyra leikinn upp, pressa bakverðina upp völlinn, setja gildrur á köntum og spila mjög aggressívt á báðum endum vallarins. Þetta gekk vel upp á löngum köflum og þó gestirnir hafi misst einbeitinguna einstaka sinnum misstu Stólarnir aldrei tökum á leiknum eða mótherja sínum. ÍR hefur ekki efni á slíkri manneklu lengi og sérstaklega ekki þegar mótherjinn er löðrandi í gæðum langt niðrá bekkinn.Pétur Rúnar átti stórleik í kvöld.vísir/antonIlla skipulagðir heimamenn Þrátt fyrir góðan anda, frábæra baráttu og leikgleði vantaði einfaldlega bara upp á gæðin í liði ÍR; liðsmenn náðu aðeins það sem ég vil kalla „yfirborðskenndum“ sprettum sem fólust í að hitta nokkrum þristum í röð þegar mótherjinn svaf algjörlega á verðinum og koma sér þannig í seilingarfjarlægð. Það sást langar leiðir að þrátt fyrir þessa spretti náði ÍR-liðið aldrei að ógna Stólunum eða ná nægilegu valdi á sínum leik til þess að gefa sér tækifæri á sigri; til þess voru Stólarnir of sterkir. Borce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leik að „ekkert hafi virkað því við fylgdum ekki leikplaninu.“ Þetta ætti hinsvegar ekki að vera mikið áhyggjuefni fyrir Borce því liðið náði að sýna margt jákvætt og alveg ljóst í mínum huga að þjálfarinn er á góðri leið með liðið. Það hefði verið kraftaverk ef heimamönnum hefði tekist að vinna leikinn og þessiVangaveltur um Stóla Stólarnir sýndu yfirburði sína og munu njóta góðs af þessum leik með auknu sjálfstrausti í næstu umferðum. Pétur Birgisson og Chris Caird áttu stórleik og skoruðu vel rúmlega helming stiga liðsins. Stöðugleikann skorti vissulega en þeir sem komu af bekknum lögðu sig vel fram og liðsvörnin small vel á löngum köflum. Mótherjinn var vissulega veikburða af blóðleysi en „svona leikir er oft mjög erfiðir og nauðsynlegir að taka þéttum tökum,“ eins og Helgi Rafn Viggósson fyrirliði sagði eftir leikinn. Mamadou Samb átti ágæta spretti en mér er fyrirmunað að sjá hvernig hann er besti kostur fyrir þetta lið. Hann er hávaxinn en með mjög háan þyngdarpunkt og virkar oft á tíðum klaufa- og silalegur. Stólarnir virðast ekki kunna að nota hann almennilega og leituði ekki kerfisbundið á hann undir körfunni. Þegar þetta var reynt áttu varnarmenn ÍR í fullu tré við hann og lokuðu oft á sendingar inn til hans. Þetta á ekki að vera svona þegar sóknarleikmaðurinn er 210 sentimetrar í þessari deild og því velti ég því fyrir mér hvort Tindstólsliðið geti mögulega orðið eins sterkt og ég hafði ímyndað mér að það gæti verið í vetur? Samb er ekki fjölhæfur, hraður eða stórtækur frákastari. Hann er seinn í öllum varnarhreyfingum og virðist una sér best fyrir utan að skjóta stuttum skotum, sem virðist vera hans helsti kostur. Ég skil alveg hvað þjálfarar liðsins eru að hugsa með þessari ráðningu en ég neita að viðurkenna að sú nálgun henti Tindastólsliðinu, eða hvaða liði sem er í þessari yndislegu Domino‘s-deild okkar hér á Fróni. Ef ég á að gúddera þetta fyrirkomulag þurfa Stólarnir að sýna mér að liðið geti nýtt manninn eins og önnur lið nýta sína erlendu leikmenn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. 20. október 2016 22:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Tindastóll 68-82 | Stólarnir í stuði Tindastóll vann sterkan sigur á ÍR er liðin mættust í Breiðholtinu í kvöld. 20. október 2016 22:15