Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 83-94 | Stjarnan skein skært í Ljónagryfjunni Aron Ingi Valtýsson í Njarðvík skrifar 21. október 2016 22:45 Hlynur Bæringsson átti fínan leik í kvöld. Vísir/Ernir Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira