Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2016 15:49 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að tími sé kominn á stjórnmálaafl sem veit á eigin skinni fyrir hverju hann er að berjast. Erfitt sé að eiga samleið með frambjóðendum flokka sem hafa ekki upplifað þær aðstæður sem þeir verst stöddu búa við á Íslandi í dag. Þetta kom fram í máli Ingu í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist finna fyrir töluverðum meðbyr með málflutningi sínum en flokkur hennar hefur verið að mælast með um 4% fylgi að undanförnu. Flokkur fólksins leggi þunga áherslu á málefni aldraðra, fátækra og öryrkja en hún sé sjálf 75% öryrki og segist því þekkja hvernig það er að þurfa að neita sér um margt - líkt og margir aðrir í hennar stöðu. „Mér fannst kannski kominn tími til að það kæmi einhver rödd fram sem að veit á eigin skinni hvað hún er að tala um,“ segir Inga aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að bjóða fram krafta sína. „Ef ég get hjálpað til að laga eitthvað þannig að við getum öll haft það betra þá er ég hingað komin með Flokk fólksins til þess að gera það.“Erfitt að eiga samleið með þeim sem þekkja ekki aðstæðurnarHún sé þó ekki ein í flokknum. Flokkur fólksins sé skipaður einstaklingum sem áður hafi barist fyrir hagsmunum þessara þjóðfélagshópa, til að mynda innan Sjálfsbjargar og Bótar, félags um bætt samfélag. „Í rauninni get ég ekki séð samleið með neinum öðrum sem er ekki að upplifa það sem við erum að berjast fyrir,“ segir Inga og það sé því ekki síst þess vegna sem þau hafi ákveðið að leggja áherslu á þessa málaflokka; heilbrigðis- og velferðarmál, því þau þekki kerfið af eigin hendi. „Ég held að fólk sé byrjað að átta sig á því að ef stöndum ekki saman þá hjálpar okkur enginn ef við gerum það ekki sjálf,“ segir Inga. „Við viljum bara að fleiri hafi það betra.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtalið við Ingu þar sem verðtrygging, lífeyrissjóðirnir og stjórnarskrárbreytingar bera einnig á góma. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir flokkinn vera reiðubúinn til að vinna með öllum flokkum svo lengi sem þeir mæti Viðreisn á miðjunni. 20. október 2016 15:55 Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að tími sé kominn á stjórnmálaafl sem veit á eigin skinni fyrir hverju hann er að berjast. Erfitt sé að eiga samleið með frambjóðendum flokka sem hafa ekki upplifað þær aðstæður sem þeir verst stöddu búa við á Íslandi í dag. Þetta kom fram í máli Ingu í Kosningaspjalli Vísis í dag. Hún segist finna fyrir töluverðum meðbyr með málflutningi sínum en flokkur hennar hefur verið að mælast með um 4% fylgi að undanförnu. Flokkur fólksins leggi þunga áherslu á málefni aldraðra, fátækra og öryrkja en hún sé sjálf 75% öryrki og segist því þekkja hvernig það er að þurfa að neita sér um margt - líkt og margir aðrir í hennar stöðu. „Mér fannst kannski kominn tími til að það kæmi einhver rödd fram sem að veit á eigin skinni hvað hún er að tala um,“ segir Inga aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að bjóða fram krafta sína. „Ef ég get hjálpað til að laga eitthvað þannig að við getum öll haft það betra þá er ég hingað komin með Flokk fólksins til þess að gera það.“Erfitt að eiga samleið með þeim sem þekkja ekki aðstæðurnarHún sé þó ekki ein í flokknum. Flokkur fólksins sé skipaður einstaklingum sem áður hafi barist fyrir hagsmunum þessara þjóðfélagshópa, til að mynda innan Sjálfsbjargar og Bótar, félags um bætt samfélag. „Í rauninni get ég ekki séð samleið með neinum öðrum sem er ekki að upplifa það sem við erum að berjast fyrir,“ segir Inga og það sé því ekki síst þess vegna sem þau hafi ákveðið að leggja áherslu á þessa málaflokka; heilbrigðis- og velferðarmál, því þau þekki kerfið af eigin hendi. „Ég held að fólk sé byrjað að átta sig á því að ef stöndum ekki saman þá hjálpar okkur enginn ef við gerum það ekki sjálf,“ segir Inga. „Við viljum bara að fleiri hafi það betra.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtalið við Ingu þar sem verðtrygging, lífeyrissjóðirnir og stjórnarskrárbreytingar bera einnig á góma.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir flokkinn vera reiðubúinn til að vinna með öllum flokkum svo lengi sem þeir mæti Viðreisn á miðjunni. 20. október 2016 15:55 Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10 Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Viðreisn hvorki hækja Sjálfstæðisflokksins né stóra Samfylkingin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir flokkinn vera reiðubúinn til að vinna með öllum flokkum svo lengi sem þeir mæti Viðreisn á miðjunni. 20. október 2016 15:55
Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Óttarr Proppé segir jafnaðarmennsku ekki vera keppikefli hjá Bjartri Framtíð eins og hjá Samfylkingunni. 19. október 2016 16:10
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26