Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2016 16:27 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir að þeir fjórir einstaklingar sem voru reknir formlega úr flokknum á flokksstjóærnarfundi í gær hafi hótað því að „eyðileggja flokkinn“. Fundurinn var haldinn í gær en umræddir einstaklingar höfðu dregið sig úr flokknum skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. „Þegar nokkuð var liðið á fundinn birtust skyndilega þrjár manneskjur sem í síðustu viku sögðu sig með látum frá framboði fyrir Íslensku þjóðfylkinguna og þar með úr flokknum. Þessar manneskjur höfðu þar af leiðandi ekki verið boðaðar á flokksstjórnarfund í gær. Þetta ágæta fólk ruddist með látum inn á fundinn og krafðist þess að fá að sitja hann sem að sjálfsögðu kom ekki til greina,“ segir Helgi í tilkynningu til Vísis. Um er að ræða þau Gunnlaug Ingvarsson, Gústaf Níelsson, Ingu Guðrúnu Halldórsdóttur og Svanhítu Brynju Tómasdóttur.Sjá einnig: Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi. „Á þessum tíma punkti tók fundarstjóri, sem var Guðmundur Þorleifsson, fyrir skriflega tillögu um að „fjórmenningaklíkan“ eins og þau kalla sig sjálf, verði formlega rekin úr flokknum.“ Helgi segir að sú tillaga hafi verið samþykkt með öllum atkvæðum, en tveir hafi setið hjá. Eftir það hafi staðið í stappi í nokkrar mínútur þar til „tókst að fá fólkið út úr fundarherberginu og fram á gang þar sem þau héldu áfram miklum hrópum og köllum. Höfðu þau uppi heitstrengingar um að eyðileggja flokkinn endanlega. Fundarmenn héldu að mestu ró sinni en var þó verulega brugðið.“ Þá segir Helgi að það sé rétt að orð hafi fallið um að kalla til lögreglu til að koma fólkinu út enda hafi æsingurinn verið orðinn þannig að fólki stóð ekki á sama. „Gunnlaugur hefur látið þau orð falla í fréttamiðlum í dag að hann skrifi það algjörlega á reikning formanns flokksins að hann og Gústaf Níelsson hafi ákveðið að sprengja framboðið, daginn áður en frestur til þess að skila inn gögnum var liðinn,“ segir Helgi. „Auðvitað sér hvert mannsbarn í gegnum svona málflutning.“Hugsi yfir tilganginum Ennfremur segir Helgi að þau hafi haldið því fram að hann hafi ekki haft stjórn á einu eða neina innan flokksins. Svo sé hins vegar ekki. „Það tók heilmikið á að hafa stjórn á fjórmenningunum sem vildu ekki fara eftir samþykktum eða lögum flokksins þegar þeim hentaði ekki, en vitnuðu í samþykktir og lög þegar það hentaði þeim. Undir það síðasta var komin fram krafa frá þessum aðilum um að prófkúra á reikning flokksins yrði færð frá stjórninni til tveggja gjaldkera sem auðvitað áttu að koma úr þeirra röðum geri ég ráð fyrir.“ Hann segir að auk þess að vera slegið yfir „innrás þessa fólks“ á fundinn sé flokksfólk hugsi yfir tilgangi þessarar uppákomu. „Hélt þetta ágæta fólk virkilega að fundarmenn yrðu upprifnir yfir heimsókn þeirra og þau fengju bara að sitja fundinn eins og ekkert hefði í skorist? Íslenska þjóðfylkingin heldur sínu striki. Stefnumálin hafa ekkert breyst og við erum ennþá baráttu glöð. Eftir stendur þéttur hópur sem vinnur saman af heiðarleika og trúmennsku við stefnuna.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44 Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sauð uppúr á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. 21. október 2016 11:51 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar, segir að þeir fjórir einstaklingar sem voru reknir formlega úr flokknum á flokksstjóærnarfundi í gær hafi hótað því að „eyðileggja flokkinn“. Fundurinn var haldinn í gær en umræddir einstaklingar höfðu dregið sig úr flokknum skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. „Þegar nokkuð var liðið á fundinn birtust skyndilega þrjár manneskjur sem í síðustu viku sögðu sig með látum frá framboði fyrir Íslensku þjóðfylkinguna og þar með úr flokknum. Þessar manneskjur höfðu þar af leiðandi ekki verið boðaðar á flokksstjórnarfund í gær. Þetta ágæta fólk ruddist með látum inn á fundinn og krafðist þess að fá að sitja hann sem að sjálfsögðu kom ekki til greina,“ segir Helgi í tilkynningu til Vísis. Um er að ræða þau Gunnlaug Ingvarsson, Gústaf Níelsson, Ingu Guðrúnu Halldórsdóttur og Svanhítu Brynju Tómasdóttur.Sjá einnig: Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi. „Á þessum tíma punkti tók fundarstjóri, sem var Guðmundur Þorleifsson, fyrir skriflega tillögu um að „fjórmenningaklíkan“ eins og þau kalla sig sjálf, verði formlega rekin úr flokknum.“ Helgi segir að sú tillaga hafi verið samþykkt með öllum atkvæðum, en tveir hafi setið hjá. Eftir það hafi staðið í stappi í nokkrar mínútur þar til „tókst að fá fólkið út úr fundarherberginu og fram á gang þar sem þau héldu áfram miklum hrópum og köllum. Höfðu þau uppi heitstrengingar um að eyðileggja flokkinn endanlega. Fundarmenn héldu að mestu ró sinni en var þó verulega brugðið.“ Þá segir Helgi að það sé rétt að orð hafi fallið um að kalla til lögreglu til að koma fólkinu út enda hafi æsingurinn verið orðinn þannig að fólki stóð ekki á sama. „Gunnlaugur hefur látið þau orð falla í fréttamiðlum í dag að hann skrifi það algjörlega á reikning formanns flokksins að hann og Gústaf Níelsson hafi ákveðið að sprengja framboðið, daginn áður en frestur til þess að skila inn gögnum var liðinn,“ segir Helgi. „Auðvitað sér hvert mannsbarn í gegnum svona málflutning.“Hugsi yfir tilganginum Ennfremur segir Helgi að þau hafi haldið því fram að hann hafi ekki haft stjórn á einu eða neina innan flokksins. Svo sé hins vegar ekki. „Það tók heilmikið á að hafa stjórn á fjórmenningunum sem vildu ekki fara eftir samþykktum eða lögum flokksins þegar þeim hentaði ekki, en vitnuðu í samþykktir og lög þegar það hentaði þeim. Undir það síðasta var komin fram krafa frá þessum aðilum um að prófkúra á reikning flokksins yrði færð frá stjórninni til tveggja gjaldkera sem auðvitað áttu að koma úr þeirra röðum geri ég ráð fyrir.“ Hann segir að auk þess að vera slegið yfir „innrás þessa fólks“ á fundinn sé flokksfólk hugsi yfir tilgangi þessarar uppákomu. „Hélt þetta ágæta fólk virkilega að fundarmenn yrðu upprifnir yfir heimsókn þeirra og þau fengju bara að sitja fundinn eins og ekkert hefði í skorist? Íslenska þjóðfylkingin heldur sínu striki. Stefnumálin hafa ekkert breyst og við erum ennþá baráttu glöð. Eftir stendur þéttur hópur sem vinnur saman af heiðarleika og trúmennsku við stefnuna.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44 Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sauð uppúr á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. 21. október 2016 11:51 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. 13. október 2016 18:44
Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sauð uppúr á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. 21. október 2016 11:51
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59