Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 70-50 | Snæfell í engum vandræðum með Stjörnuna Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 22. október 2016 16:30 Ingi Þór þjálfari og Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Snæfells. vísir/eyþór Snæfellskonur sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ 70-50 í fimmtu umferð Domino’s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Munurinn á liðunum virtist mikill en í raun var það fyrst og fremst fyrsti leikhlutinn er skop sigurinn fyrir heimamenn. Hólmarar virtust ganga berserksgang bæði í vörn og sókn og gekk gestunum úr Garðabæ illa að ráða við slíkan leik. Byrjunarkafli Snæfells skilaði þægilega 24 stiga forystu en sá munur átti eftir að haldast það sem eftir var af leiknum.Snæfell – Stjarnan 70-50 (30-06, 17-17, 11-11, 12-16).Af hverju vann Snæfell?Snæfellskonur mættu dýrvitlausar til leiks og virtist allt ganga upp í fyrsta leikhluta. Bæði varnar- og sóknarleikur Snæfells var til fyrirmyndar. Snæfell sýndi einnig hversu mikil breiddin í liðinu er en stigaskor og lykiltölur dreifðust á marga leikmenn.Bestu menn vallarinsÓhætt er að fullyrða að framlag Gunnhildar Gunnarsdóttur hafi verið mikilvægt í byrjun leiks. Þegar fór að líða á leikinn voru æ fleiri leikmenn Snæfells farnir að komast á blað og því rétt að taka fram að liðsheild Snæfells hafi unnið þennan leik. Stjörnumegin voru það Bríet Sif Hinriksdóttir og Danielle Victoria Rodriguez sem drógu vagninn fyrir Stjörnuna. Fyrirliði Garðbæinga, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, átti einnig stóran þátt í að koma í veg fyrir algjört hrun í leik Garðbæinga.Tölfræðin sem vakti athygliGunnhildur Gunnarsdóttir átti frábæra leikbyrjun og var í hálfleik komin með 14 stig. Þar af voru 4/5 þristar. Fyrir utan fyrsta leikhlutann voru liðin frekar jöfn.Hvað gekk illa?Snæfelli gekk á köflum illa að halda sama leikflæði og þær sýndu í fyrsta leikhluta. Vandræðagangur einkenndi stakar sóknir en á heildina litið mjög skemmtilegur körfubolti. Gestirnir úr Garðabæ verða að spila frá fyrstu mínútu ef þær ætla að vinna lið eins og Snæfell. Garðbæingar sýndu þó að þeir búa yfir góðum einstaklingum sem geta eflaust skilað betri frammistöðu en þær gerðu í Fjárhúsinu í dag. Pétur: Sár og svekktur með fyrsta leikhlutann„Við vorum komin tæpum þrjátíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í dag. „Fullt kredit á Snæfellsliðið. Þær ýttu okkur úr öllum stöðum og spiluðu hörku vörn. Á meðan höngum við á boltanum, tökum léleg skot og erum að tapa boltanum mikið.“ Hann segir að Snæfell hafi hitt svakalega í fyrsta leikhlutanum og gert það erfitt að koma til baka. „Ég gef mínu liði samt kredit fyrir að halda leiknum jöfnum í gegnum restina af leiknum. Við hættum ekkert að spila.Það er erfitt að koma með hangandi hendi og værukær í leik á móti ríkjandi Íslands- og Bikarmeisturum. Þá lendir maður bara undir með 30 stigum í fyrsta leikhluta. Það er það sem við gerðum því miður hér í dag.“ Pétur segir að það sé lærdómur í þessum leik fyrir Stjörnuna. „Ég get alveg sagt að ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði. Þær eru mjög grimmar og ýta leikmönnum úr stöðum. Það er eitthvað sem ég vill að mitt lið geri líka. Ég er með fullt af góðum körfuboltamönnum en mig langar að fá meiri ákveðni í það sem við erum að gera.“ Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við mætum rosalega tilbúnar til leiks, “ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Alveg ólíkt því sem gerðist síðustu tvo leiki. Við vorum að búa til góð skot og hittum eftir því. Við héldum dampi varnarlega séð og í sókninni vorum við einnig að gera fína hluti, en maður vill alltaf meira. Pálína [Gunnlaugsdóttir] var mætt til leiks og við fengum framlag frá henni úr öllum áttum. Það er það sem við þurftum.“ Varðandi það sem ekki gekk jafn vel sagði Ingi Þór; „Mér fannst við ekki frákasta nógu vel. En ég get ekki kvartað yfir mörgu í þessum leik. Þetta var sannfærandi og flottur heimasigur.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Snæfellskonur sigruðu Stjörnuna úr Garðabæ 70-50 í fimmtu umferð Domino’s deild kvenna í Stykkishólmi í dag. Munurinn á liðunum virtist mikill en í raun var það fyrst og fremst fyrsti leikhlutinn er skop sigurinn fyrir heimamenn. Hólmarar virtust ganga berserksgang bæði í vörn og sókn og gekk gestunum úr Garðabæ illa að ráða við slíkan leik. Byrjunarkafli Snæfells skilaði þægilega 24 stiga forystu en sá munur átti eftir að haldast það sem eftir var af leiknum.Snæfell – Stjarnan 70-50 (30-06, 17-17, 11-11, 12-16).Af hverju vann Snæfell?Snæfellskonur mættu dýrvitlausar til leiks og virtist allt ganga upp í fyrsta leikhluta. Bæði varnar- og sóknarleikur Snæfells var til fyrirmyndar. Snæfell sýndi einnig hversu mikil breiddin í liðinu er en stigaskor og lykiltölur dreifðust á marga leikmenn.Bestu menn vallarinsÓhætt er að fullyrða að framlag Gunnhildar Gunnarsdóttur hafi verið mikilvægt í byrjun leiks. Þegar fór að líða á leikinn voru æ fleiri leikmenn Snæfells farnir að komast á blað og því rétt að taka fram að liðsheild Snæfells hafi unnið þennan leik. Stjörnumegin voru það Bríet Sif Hinriksdóttir og Danielle Victoria Rodriguez sem drógu vagninn fyrir Stjörnuna. Fyrirliði Garðbæinga, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, átti einnig stóran þátt í að koma í veg fyrir algjört hrun í leik Garðbæinga.Tölfræðin sem vakti athygliGunnhildur Gunnarsdóttir átti frábæra leikbyrjun og var í hálfleik komin með 14 stig. Þar af voru 4/5 þristar. Fyrir utan fyrsta leikhlutann voru liðin frekar jöfn.Hvað gekk illa?Snæfelli gekk á köflum illa að halda sama leikflæði og þær sýndu í fyrsta leikhluta. Vandræðagangur einkenndi stakar sóknir en á heildina litið mjög skemmtilegur körfubolti. Gestirnir úr Garðabæ verða að spila frá fyrstu mínútu ef þær ætla að vinna lið eins og Snæfell. Garðbæingar sýndu þó að þeir búa yfir góðum einstaklingum sem geta eflaust skilað betri frammistöðu en þær gerðu í Fjárhúsinu í dag. Pétur: Sár og svekktur með fyrsta leikhlutann„Við vorum komin tæpum þrjátíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í dag. „Fullt kredit á Snæfellsliðið. Þær ýttu okkur úr öllum stöðum og spiluðu hörku vörn. Á meðan höngum við á boltanum, tökum léleg skot og erum að tapa boltanum mikið.“ Hann segir að Snæfell hafi hitt svakalega í fyrsta leikhlutanum og gert það erfitt að koma til baka. „Ég gef mínu liði samt kredit fyrir að halda leiknum jöfnum í gegnum restina af leiknum. Við hættum ekkert að spila.Það er erfitt að koma með hangandi hendi og værukær í leik á móti ríkjandi Íslands- og Bikarmeisturum. Þá lendir maður bara undir með 30 stigum í fyrsta leikhluta. Það er það sem við gerðum því miður hér í dag.“ Pétur segir að það sé lærdómur í þessum leik fyrir Stjörnuna. „Ég get alveg sagt að ég er mjög hrifinn af þessu Snæfellsliði. Þær eru mjög grimmar og ýta leikmönnum úr stöðum. Það er eitthvað sem ég vill að mitt lið geri líka. Ég er með fullt af góðum körfuboltamönnum en mig langar að fá meiri ákveðni í það sem við erum að gera.“ Ingi: Margir ljósir punktar í þessum leik„Við mætum rosalega tilbúnar til leiks, “ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn. „Alveg ólíkt því sem gerðist síðustu tvo leiki. Við vorum að búa til góð skot og hittum eftir því. Við héldum dampi varnarlega séð og í sókninni vorum við einnig að gera fína hluti, en maður vill alltaf meira. Pálína [Gunnlaugsdóttir] var mætt til leiks og við fengum framlag frá henni úr öllum áttum. Það er það sem við þurftum.“ Varðandi það sem ekki gekk jafn vel sagði Ingi Þór; „Mér fannst við ekki frákasta nógu vel. En ég get ekki kvartað yfir mörgu í þessum leik. Þetta var sannfærandi og flottur heimasigur.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira