Katrín hafnar stjórn með Sjálfstæðisflokki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2016 00:01 Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata. Kosningar 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata.
Kosningar 2016 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira