Viðreisn vill ekki taka þátt í „gamaldags dilkadrætti“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2016 17:58 Frá stofnfundi Viðreisnar. Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Viðreisn hafnar því sem flokkurinn kallar „gamaldags dilkadrætti“ og segist tilbúinn til að vinna með öllum flokkum að mögulegri stjórnarmyndun í kjölfar kosninga. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji að kjósendur eigi kost á frjálslyndri stjórn „sem getur dregið fram það besta á andstæðum vængjum stjórnmálanna“. Í tilkynningunni segir að vangaveltur um mögulegt stjórnarmynstur hafi verið fyrirferðarmiklar á síðustu dögum og útgangspunkturinn hafi gjarnan verið sá að stilla flokkum upp í andstæðar fylkingar. „Viðreisn hefur ekki viljað taka þátt í slíkum gamaldags dilkadrætti, en leggur áherslu á að ná samstöðu um málefni til þess að endurbyggja traust almennings á stjórnmálum. Í því ljósi er rétt að árétta að Viðreisn er tilbúin að vinna með öllum flokkum, allt frá Sjálfstæðisflokki til Vinstri grænna og þeim flokkum þar á milli sem vilja vinna að frjálslyndri stefnu og pólitísku jafnvæg,“segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að rétt sé að kjósendur fái tækifæri til þess að meta málefnalega afstöðu allra flokka og ákvarða vægi ólíkra sjónarmiða í stjórn landsins. „Við teljum að íslenskt samfélag þarfnist stöðugleika á sviði stjórnmálanna, á vinnumarkaði og í efnahagsmálum. Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögra ára fresti og kjósa öfganna milli heldur að kjósa það afl sem stendur fyrir raunhæfar langtímalausnir en ekki kollsteypustjórnmál. Við viljum byggja á því sem vel hefur verið gert en þorum að horfast í augu við áskoranir nýrra tíma og viljum leiða mikilvægar breytingar á íslensku samfélagi.“ Viðreisn hefur því boðað til blaðamannafundar á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira