Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2016 19:00 Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður. Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður.
Kosningar 2016 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira