Viðreisn vill að tekjur af uppboðum renni til uppbyggingar í nærsveitum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2016 19:30 Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg. Kosningar 2016 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Viðreisn vill að tekjur ríkisins af uppboði aflaheimilda í sjávarútvegi renni í sérstakan innviðasjóð sem notaður verði til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Forystufólk Viðreisnar segir að uppboð aflaheimilda muni skila 20 milljörðum króna á ári í ríkissjóð. Viðreisn kynnti í dag helstu áherslur sínar í kosningabaráttunni. Viðreisn leggur ríka áherslu á það sé greitt sanngjarnt endurgjald fyrir nýtingu á fiskveiðiauðlindinni enda sé fiskurinn innan efnahagslögsögunnar þjóðarauðlind og eign íslenska ríkisins. Viðreisn vill tryggja sátt um sjávarútveginn til framtíðar en flokkurinn hefur talað fyrir svokallaðri markaðsleið í sjávarútvegi sem kæmi í staðinn fyrir veiðileyfagjaldið. Hún felst í uppboð á aflaheimildunum. Viðreisn vill að tekjurnar af uppboði aflaheimilda renni í sérstakan innviðasjóð sem verði síðan nýttur til atvinnuuppbyggingar, ekki síst á landsbyggðinni.Sveitarfélögin fá beina aðkomu að ráðstöfun fjármuna „Hugmyndin er í grunninn mjög einföld. Það er verið að láta afgjaldið af auðlindinni renna í sérstakan innviðasjóð sem færi til uppbyggingar á viðkomandi landsvæðum þar sem aflaheimildir eru uppurnar. Um leið fengju viðkomandi sveitarfélög og byggðir aðkomu að því hvernig þeim fjármunum yrði forgangsraðað í fjárfestingu í innviðum,“ segir Þorsteinn Víglundsson oddviti Viðreisnar í Reykjavík-norður. Forystufólk Viðreisnar áætlar að tekjur af uppboðum muni nema 15-20 milljörðum króna á ári hverju. Þorsteinn segir að með þessu fáist fjármagn til uppbyggingar í vegakerfinu, fjarskiptakerfum. Markmiðið sé að styrkja og stækka atvinnusvæðin á landsbyggðinni. Eitt af helstu stefnumálum Viðreisnar er ábyrg stefna í ríkisfjármálum og aðhald þar en þetta stefnumál er grunnforsenda þess að hægt sé að breyta um peningastefnu og innleiða svokallað myntráð eða fastgengisstefnu þar sem gengi íslensku krónunnar er fest við gengi evrunnar. Forystumenn Viðreisnar telja að vaxtalækkunin sem fylgi slíkri stefnu muni búa til miklar hagsbætur hjá ríkinu, sveitarfélögum og almenningi. Þorsteinn seir að miðað við 3 prósenta lækkun vaxta myndist 180 milljarða króna sparnaður.Þverbrutum allar reglur sem voru forsenda fastgengisstefnu Innleiðing fastgengisstefnu er kollvörpun á núverandi peningastefnu sem byggir á verðbólgumarkmiði. Núverandi peningastefna var innleidd af Seðlabanka Íslands í mars 2001. Fram að þeim tíma höfðu Íslendingar vísi að fastgengisstefnu. En hver er munurinn á þeirri stefnu og hugmynd Viðreisnar um myntráð með festingu gengis íslensku krónunnar við gengi evrunnar? „Vandi þeirra stefnu var að bæði á vettvangi stjórnmálanna og á vettvangi vinnumarkaðarins voru í raun og veru allar leikreglur slíkrar fastgengisstefnu margbrotnar. Það er forsenda fastgengisstefnu eins og við sjáum í nágrannalöndum eins og hjá Dönum sem hafa stuðst við slíka stefnu í þrjá áratugi. Ábyrg ríkisfjármálastefna, ábyrgur vinnumarkaður og samspil þessara tveggja þátta er lykilatriði við framkvæmd fastgengisstefnu,“ segir Þorsteinn. Í raun er hægt að ganga lengra en að segja þetta lykilatriði. Segja má að þetta sé grunnforsenda þess að hægt sé að framkvæma peningastefnu af þessu tagi. Önnur forsenda er mikill óskuldsettur gjaldeyrisforði hjá Seðlabanka Íslands. Óskuldsettur forði í dag er á bilinu 400-450 milljarðar króna hjá Seðlabankanum. Aðspurður segir Þorsteinn að forðinn þurfi ekki að vera mikið stærri en þetta svo stefnan sé framkvæmanleg.
Kosningar 2016 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira