Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 10:12 Ansi langt er hægt að ganga í yfirstrikunum og uppröðunum, en þó er eitt og annað sem má ekki gera við kjörseðilinn. Vísir/Eyþór Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.
Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira