Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Ritstjórn skrifar 24. október 2016 16:30 Victoria's Secret englarnir ganga tískupallinn í París þetta árið. Myndir/Getty Hin árlega Victoria's Secret tískusýning hefur ávallt haldið vel í hefðirnar. Þar má sjá frægustu fyrirsætur heimsins ganga tískupallinn í skrautlegum nærfötum og þá oft með englavængi á bakinu. Sýningarnar hafa einnig alltaf verið í Bandaríkjunum fyrir utan eitt skiptið, árið 2014, þegar hún var haldin í London. Nú hefur undirfatarisinn ákveðið að breyta aftur til með því að halda sýninguna í París. Sýningin fer iðulega fram í nóvember á hverju ári og er svo sýnd í sjónvarpinu í byrjun desember. Þetta árið verður aðal engillinn, Candice Swanepoel, ekki á svæðinu en hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Ekki er staðfest hvort að þær Gigi Hadid og Kendall Jenner muni ganga pallinn aftur, en þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra. Mest lesið Rauði dregillinn var svartur á Bafta Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Frances Bean Cobain andlit Marc Jacobs Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fyrsta stiklan frá Girlboss frumsýnd Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour
Hin árlega Victoria's Secret tískusýning hefur ávallt haldið vel í hefðirnar. Þar má sjá frægustu fyrirsætur heimsins ganga tískupallinn í skrautlegum nærfötum og þá oft með englavængi á bakinu. Sýningarnar hafa einnig alltaf verið í Bandaríkjunum fyrir utan eitt skiptið, árið 2014, þegar hún var haldin í London. Nú hefur undirfatarisinn ákveðið að breyta aftur til með því að halda sýninguna í París. Sýningin fer iðulega fram í nóvember á hverju ári og er svo sýnd í sjónvarpinu í byrjun desember. Þetta árið verður aðal engillinn, Candice Swanepoel, ekki á svæðinu en hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Ekki er staðfest hvort að þær Gigi Hadid og Kendall Jenner muni ganga pallinn aftur, en þær tóku þátt í fyrsta sinn í fyrra.
Mest lesið Rauði dregillinn var svartur á Bafta Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Seiðandi smokeyförðun Glamour Frances Bean Cobain andlit Marc Jacobs Glamour Hedi Slimane tekur sér pásu frá tískuheiminum Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fyrsta stiklan frá Girlboss frumsýnd Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Dóttir Jude Law er nýtt andlit Burberry Beauty Glamour Jennifer Aniston skilin Glamour