Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2016 09:54 Fyrsta veiðihelgin þar sem gengið er til rjúpna er um næstu helgi frá föstudegi til laugardags og næstu þrjár helgar þar á eftir. Það verður þó að segjast að veðurspáin er heldur leiðinleg en það er þó spáð ágætu veðri á föstudeginum nokkuð víða en á vef Veðurstofunnar er spáin eftirfarandi. Á föstudag: Suðvestan kaldi með éljum, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á laugardag: Líklega allhvöss sunnanátt austanlands með rigningu, en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Á sunnudag: Útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil. Veiðimenn eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá. Það er annars góður hugur í þeim rjúpnaskyttum sem Veiðivísir hefur heyrt frá með þessa rjúpnavertíð en menn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en talningar gáfu til kynna. Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Íslenska stórbleikjan ekki útdauð enn Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði
Fyrsta veiðihelgin þar sem gengið er til rjúpna er um næstu helgi frá föstudegi til laugardags og næstu þrjár helgar þar á eftir. Það verður þó að segjast að veðurspáin er heldur leiðinleg en það er þó spáð ágætu veðri á föstudeginum nokkuð víða en á vef Veðurstofunnar er spáin eftirfarandi. Á föstudag: Suðvestan kaldi með éljum, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á laugardag: Líklega allhvöss sunnanátt austanlands með rigningu, en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Á sunnudag: Útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil. Veiðimenn eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá. Það er annars góður hugur í þeim rjúpnaskyttum sem Veiðivísir hefur heyrt frá með þessa rjúpnavertíð en menn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en talningar gáfu til kynna.
Mest lesið 22 punda lax úr Jöklu Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Íslenska stórbleikjan ekki útdauð enn Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði