Gamlar landsliðskempur mæta á Nesið í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2016 13:00 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson rífa fram skóna í kvöld. vísir/hari Logi Geirsson, Þórir Ólafsson og Bjarki Sigurðsson verða á meðal leikmanna í liði Þróttar frá Vogum í kvöld er liðið spilar við Gróttu í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. Þróttarar hafa í gegnum árin mætt með skemmtilegt lið til leiks í bikarkeppninni þar sem uppistaðan hefur verið gamlar kempur. Óhætt er að segja að liðið hefur sjaldan eða aldrei verið betur mannað en nú. Í markinu verður fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson. Hornamenn verða Þórir Ólafsson, Einar Örn Jónsson og Stefán Baldvin Stefánsson. Í hópi útileikmanna eru menn eins og Logi Geirsson, Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Hjalti Pálmason, Halldór Ingólfsson og Bjarki Sigurðsson. Engar smá kanónur. Á línunni verður Haraldur Þorvarðarson og þeir Guðlaugur Arnarsson og Sigurgeir Árni Ægisson munu svo binda vörnina saman. Svo er aldrei að vita nema einhverjar fleiri kempur eigi eftir að mæta til leiks. Þjálfari er svo enginn annar en Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Það er ljóst að Olís-deildarlið Gróttu mun þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn þessum jöxlum. Í gær lenti topplið Aftureldingar í bullandi veseni gegn 1. deildarliði Þróttar frá Reykjavík. Afturelding vann að lokum eins marks sigur. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í Hertz-höllinni út á Nesi. Klukkan 20.00 mætast svo Víkingur og KR í Víkinni. Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Logi Geirsson, Þórir Ólafsson og Bjarki Sigurðsson verða á meðal leikmanna í liði Þróttar frá Vogum í kvöld er liðið spilar við Gróttu í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. Þróttarar hafa í gegnum árin mætt með skemmtilegt lið til leiks í bikarkeppninni þar sem uppistaðan hefur verið gamlar kempur. Óhætt er að segja að liðið hefur sjaldan eða aldrei verið betur mannað en nú. Í markinu verður fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson. Hornamenn verða Þórir Ólafsson, Einar Örn Jónsson og Stefán Baldvin Stefánsson. Í hópi útileikmanna eru menn eins og Logi Geirsson, Heimir Örn Árnason, Sigurður Eggertsson, Hjalti Pálmason, Halldór Ingólfsson og Bjarki Sigurðsson. Engar smá kanónur. Á línunni verður Haraldur Þorvarðarson og þeir Guðlaugur Arnarsson og Sigurgeir Árni Ægisson munu svo binda vörnina saman. Svo er aldrei að vita nema einhverjar fleiri kempur eigi eftir að mæta til leiks. Þjálfari er svo enginn annar en Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Það er ljóst að Olís-deildarlið Gróttu mun þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn þessum jöxlum. Í gær lenti topplið Aftureldingar í bullandi veseni gegn 1. deildarliði Þróttar frá Reykjavík. Afturelding vann að lokum eins marks sigur. Leikurinn hefst klukkan 19.30 í Hertz-höllinni út á Nesi. Klukkan 20.00 mætast svo Víkingur og KR í Víkinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira