Andlitslyftur VW Golf í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 10:57 Komið er að andlitslyftingu sjöundu kynslóðar Volkswagen Golf. Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent