68 prósent stiga Keflavíkur skoruð af stelpum sem eru 18 ára eða yngri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2016 19:30 Emelía Ósk Gunnarsdóttir er stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins en hún er aðeins 18 ára gömul. Vísir/Stefán Þær eru vissulega ungar en þær hafa líka sýnt það að þær eru orðnar mjög góðar. Hið unga lið Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta hefur staðið sig miklu betur í upphafi tímabilsins en flestir bjuggust við. Fjallað var um Keflavíkurliðið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Liðið hefur misst hvern reynsluboltann á fætur öðrum á síðustu árum og samkvæmt spánni fyrir mót þá átti þetta tímabil bara að fara í kynslóðarskipti. Nú eftir fimm umferðir þá sitja Keflavíkurstelpurnar hinsvegar á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. Bandarísku leikmenn hinna liðanna sjö eru allar stigahæstar í sínum liðum en Dominique Hudson hjá Keflavík er aðeins í 3. sæti í Keflavíkurliðinu. Hún er einu bandaríski leikmaður deildarinnar sem hefur skorað minna en tuttugu stig í leik sem sýnir enn frekar hversu vel ungu stelpur Keflavíkurliðsins eru að spila. Fimm af sjö stigahæstu leikmönnum Keflavíkurliðsins eru fæddar 1998 eða síðar og leikmenn 18 ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í vetur. Það er athyglisvert að bera þær tölur saman við leikmenn annarra liða eins og sést í þessari töflu hér fyrir neðan. Það er eitt að leyfa ungu stelpunum að spila en þeim mun merkilegra að þær séu að skila sínu félagi upp að hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Það er hægt að sjá innslagið um Keflavíkurstelpurnar í spilaranum hér fyrir ofan.Sjötta umferð Domino´s deildar kvenna fer fram annað kvöld en þá fá Keflavíkurstelpurnar Valsliðið í heimsókn.Stig leikmanna liða Domino´s deildar kvenna sem eru 18 ára og yngri Keflavík 253 stig Valur 100 stig Haukar 97 stig Grindavík 48 stig Stjarnan 36 stig Njarðvík 31 stig Snæfell 8 stig Skallagrímur 0 stigHlutfall stiga liðanna skoruð af leikmönnum 18 ára og yngri Keflavík 68 prósent Haukar 34 prósent Valur 28 prósent Grindavík 14 prósent Stjarnan 10 prósent Njarðvík 8 prósent Snæfell 2 prósent Skallagrímur 0 prósentStigahæstu leikmenn Keflavíkurliðsins í vetur Emelía Ósk Gunnarsdóttir (18 ára) 89 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir (16 ára) 63 stig Dominique Hudson (26 ára) 55 stig Thelma Dís Ágústsdóttir (18 ára) 41 stig Erna Hákonardóttir (23 ára) 31 stig Katla Rún Garðarsdóttir (17 ára) 25 stig Þóranna Kika Hodge-Carr (17 ára) 23 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Þær eru vissulega ungar en þær hafa líka sýnt það að þær eru orðnar mjög góðar. Hið unga lið Keflavíkur í Domino´s deild kvenna í körfubolta hefur staðið sig miklu betur í upphafi tímabilsins en flestir bjuggust við. Fjallað var um Keflavíkurliðið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Liðið hefur misst hvern reynsluboltann á fætur öðrum á síðustu árum og samkvæmt spánni fyrir mót þá átti þetta tímabil bara að fara í kynslóðarskipti. Nú eftir fimm umferðir þá sitja Keflavíkurstelpurnar hinsvegar á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. Bandarísku leikmenn hinna liðanna sjö eru allar stigahæstar í sínum liðum en Dominique Hudson hjá Keflavík er aðeins í 3. sæti í Keflavíkurliðinu. Hún er einu bandaríski leikmaður deildarinnar sem hefur skorað minna en tuttugu stig í leik sem sýnir enn frekar hversu vel ungu stelpur Keflavíkurliðsins eru að spila. Fimm af sjö stigahæstu leikmönnum Keflavíkurliðsins eru fæddar 1998 eða síðar og leikmenn 18 ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í vetur. Það er athyglisvert að bera þær tölur saman við leikmenn annarra liða eins og sést í þessari töflu hér fyrir neðan. Það er eitt að leyfa ungu stelpunum að spila en þeim mun merkilegra að þær séu að skila sínu félagi upp að hlið Íslandsmeistara Snæfells á toppi deildarinnar. Það er hægt að sjá innslagið um Keflavíkurstelpurnar í spilaranum hér fyrir ofan.Sjötta umferð Domino´s deildar kvenna fer fram annað kvöld en þá fá Keflavíkurstelpurnar Valsliðið í heimsókn.Stig leikmanna liða Domino´s deildar kvenna sem eru 18 ára og yngri Keflavík 253 stig Valur 100 stig Haukar 97 stig Grindavík 48 stig Stjarnan 36 stig Njarðvík 31 stig Snæfell 8 stig Skallagrímur 0 stigHlutfall stiga liðanna skoruð af leikmönnum 18 ára og yngri Keflavík 68 prósent Haukar 34 prósent Valur 28 prósent Grindavík 14 prósent Stjarnan 10 prósent Njarðvík 8 prósent Snæfell 2 prósent Skallagrímur 0 prósentStigahæstu leikmenn Keflavíkurliðsins í vetur Emelía Ósk Gunnarsdóttir (18 ára) 89 stig Birna Valgerður Benónýsdóttir (16 ára) 63 stig Dominique Hudson (26 ára) 55 stig Thelma Dís Ágústsdóttir (18 ára) 41 stig Erna Hákonardóttir (23 ára) 31 stig Katla Rún Garðarsdóttir (17 ára) 25 stig Þóranna Kika Hodge-Carr (17 ára) 23 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira