Rjúpan er fyrir austan Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2016 11:02 Ólafur úti í Hrísey árið 2013 við rannsóknir á rjúpunni. Hann hefur ekki skotið rjúpu nú í tíu ár. Rjúpuveiðitímabilið hefst um næstu helgi og eru margir skotveiðimenn gráir fyrir járnum; geta vart beðið eftir því að komast í þennan fugl sem svo margir telja ómissandi á borðum um jól. Mikið þarf að hafa fyrir því að ná í rjúpuna og fjölda veiðimanna bíður það hlutskipti að arka um fjöll og firnindi án þess svo mikið að sjá fugl. Hins vegar eru aðstæður þannig núna, í snjóleysinu, að einstaka veiðimaður getur lent í miklum fugli. Rjúpunnar er helst að vænta fyrir austan og svo norðaustan. Annars staðar á landinu er stofninn í lágmarki.Töluvert af rjúpu fyrir norðaustanVísir ræddi við Ólaf K. Nielsen, sérfræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands um stöðu mála en hann hefur nú árum saman fengist við rannsókn á rjúpnastofninum. Hann segir að skýrt hafi komið fram við lok talninga í vor, og af því dragi veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar til umhverfisráðherra dám, að rjúpnastofninn heilt yfir landið er lítill í samanburði við það sem áður hefur verið. „Á Norðausturlandi og Austurlandi er helst von rjúpna. Þar eru stofnarnir á niðurleið eftir hámark 2014 á Austurlandi og 2015 á Norðausturlandi. Þar er enn töluvert af rjúpu. Í öðrum landshlutum er stofninn í lágmarki,“ segir Ólafur. Og þar hafa menn það. En, hér með er ekki öll sagan sögð. Aðstæður eru sérstakar núna því snjólétt er á landinu.Hægt að drepa helling„Rjúpan er þeirrar náttúru, á þessum tíma, að þá hópar hún sig og ef skilyrðin eru sem núna eða snjólaust sækja þeir fuglar sem eftir eru á afmarkaða staði sem eru fannir í fjöllum og stórgrýtt. Þannig að jafnvel á svæðum þar sem lítið er af rjúpu geta menn verið að drepa helling vegna þessara eiginleika fuglanna: Að vilja hópa sig.“ Ólafur segir að jafnvel þó lítið sé um rjúpu í heilu landshlutunum geti menn lent í því að þar virkar sem heill hellingur sé af fugli. Og þá er hægt að gera góða ágæta veiði en það segir ekki alla söguna.Þessi veiðimaður fór um víðan völl fyrir fáeinum árum án þess svo mikið að sjá eina fjöður.visir/vilhelm„Talningarnar segja betri sögu. Við teljum á vorin þegar karrarnir hafa helgað sér óðul og dreift sér um landið. Þannig að, það gefur gleggri mynd af ástandi stofnsins, þessi úttekt á varpstofninum.“Fjöldi rjúpna drepnar til rannsóknaÁður en rjúpnaveiðitímabilið hefst fer hópur veiðimanna á vettvang og drepur þá fjölda fugla sem notaðir eru til frekari rannsóknar. Þeir eru að í svona fimm daga til að sækja sýni. Ólafur segist ekki vera sjálfur í þessum leiðöngrum, það eru tíu ár síðan hann skaut rjúpu. Hann segist lokaður inni á rannsóknarstofunni. „Fuglarnir eru kældir og svo erum við í eina níu daga við að mæla og kryfja,“ segir Ólafur. Þetta er 11. árið sem þessi háttur er hafður á. Síðan er unnið úr sýnum yfir veturinn. Úrvinnslan er mjög tímafrek að sögn vistfræðingsins. „Margt er gert við þetta og margt skoðað. Sérfræðingar við nokkrar stofnanir sem eru að vinn að þessu bæði hér á Íslandi og erlendis. Og úrvinnslan úr sýnunum tekur fleiri mannmánuði, ef ekki meira eða mannár. Þetta er tímafrek rannsókn og við erum að við það í vetur. Það sem snýr að okkur á Náttúrufræðistofnun eru mælingar á líkamsástandi fuglanna. Tekur okkur um tvo mánuði. Og við byrjuðum strax og við komum í bæinn núna í kringum 11. október og sú úrvinnsla er ekki búin fyrr en í desember.“Heilbrigði stofnsins skoðaðAðrir vinna í öðrum þáttum sem taka mislangan tíma að skoða.Vegna þess hversu snjólétt er hópar rjúpan sig í sköflum og þar sem stórgrýtt er. Menn geta því komist í stóra hópa en það gefur ekki rétta mynd af stöðunni.vísir„Hið árlega sýni eru hundrað fuglar. Þessar talningar sem við gerum, þær eru gerðar á hverju ári og hugsaðar eins lengi og stofninn er nýttur. Það er vöktun stofnsins en heilbrigði fuglsins er hugsað í afmarkaðan tíma. Þessi rannsókn er hugsuð í 12 ár sem taka til stofnbreytingar rjúpunnar og hvernig heilbrigðisþættir harmonera við stofnbreytingar. Eru einhverjar vísbendingar um það að heilbrigði fuglanna skipti máli í tengslum við stofnbreytingar? Þetta eru gríðarlegar breytingar sem verða á stofnstærð rjúpunnar milli ára; 20 til 30 faldur munur á stórum svæðum til dæmis á Reykjanesskaga. Þar voru veiðar bannaðar frá 2002 en fuglar flæða þar inn og út. Stærðin þar er í takti við það sem er að gerast um Vestur- og Suðurland. Stofnbreytingar eru í takti við mjög stóran hluta landsins á hverjum tíma. En, þetta eru gríðarlega miklar breytingar á stofnstærð á stuttum tíma.“Hnýslar gera rjúpunni lífið leittOg hvað er það svo sem komið hefur í ljós varðandi heilbrigðið? Jú, mikill munur er á því milli ára og ástand fuglanna tengist stofnbreytingum. „Ef við horfum til sníkjudýranna þá virðist það vera einkum einn hópur sem sýnir þau tengsl við stofnstærð rjúpunnar, sem bendir til að þessi hópur sé áhrifavaldur; þetta eru einfrumu sníkjudýr sem lifa í meltingarvegi fuglanna. Kallaðir hnýslar. Það eru tvær slíkar tegundir sem lifa í meltingarvegi rjúpunnar.“Og gerir þetta rjúpunni lífið leitt? „Þetta er þekktur ógnvaldur meðal annars í kjúklingarækt. Hún væri vart möguleg nema gefa lyf við þessari sóttkveikju. Hýslar eru vel þekktir bæði hjá fuglum og spendýrum. Hnýslasótt er þegar þetta er orðið sjúklegt. Þá er skepnan hætt að þrífast og blæðingar út frá meltingarvegi.“Hvar er hún þessi rjúpa? Þegar þessi mynd var tekin, fyrir tveimur árum, voru aðstæður aðrar en nú eru: Snjór yfir öllu og rjúpan þá dreifð.visir/vilhelmSmitmangið rís og hnígur í takti við stofnstærð rjúpunnar en með töf. „Þannig að smittíðnin er mest ári eða einu og hálfu ári eftir stofnstærð. Ferlar eru hliðraðir. Hýslarnir eru hámarki ári eftir hármark stofnstærð rjúpunnar. Þegar vistfræðingar eru að leita að áhrifaþáttum í reglubundnum stofnsveiflum eins og við sjáum hjá rjúpunni þá er horft til þátt sem hafa áhrif og jafnframt sýna þessi vensl eins og hnýslarnir, rísa og hníga eins og stofninn en með töf og virkni þeirra er mest í niðursveiflunni.“Minnir á trúarbragðadeilurAlmenna reglan á Íslandi er sú að rjúpan er mjög frjósöm og alla jafna er viðkoman góð, að sögn Ólafs. Veiðimenn halda því gjarnan fram að veiði sé hverfandi þáttur þegar viðgangur stofnsins er annars vegar. Vissulega er það svo að skotin rjúpa að vetri verpir ekki að vetri en snýst þetta ekki fyrst og fremst um það hversu margir ungar komast á legg? Og þar hlýtur veðurfar og svo jafnvel vargur að ráða mestu. Eða hvað? Ólafur er ekki til í að kvitta undir þetta. „Afföllin eru yfir haust og vetur og eru ráðandi hvað varðar stofnbreytingar. Þetta var niðurstaðan strax á sínum tíma út frá svokölluðum Hríseyjarrannsóknum, mynd sem dregin var upp strax á 7. áratugnum. En menn hafa deilt fram og til baka um áhrif skotveiða. Þessar deilur minna oft á deilur trúarbragðadeilur, menn eru með sínar trúarskoðanir og fylgja þeim fram í rauðan dauðann. Hin almenna regla í fræðunum var sú að menn töldu að veiðar skiptu ekki máli en síðan hafa viðhorf breyst og reynsla friðunaráranna 2003 og 2004 var slík að krafturinn hefur horfið úr þessum deilum hafa að mestu leyti; þegar menn sáu áhrif friðunarinnar á rjúpnastofninn.“Og það er óyggjandi?Menn eru nú miklum mun hófsamari við veiðarnar en áður var þegar magnveiðin tíðkaðist. Þá felldu menn allt að helming stofnsins.„Hvað er óyggjandi?“ spyr Ólafur á móti. „Rjúpan var friðuð yfir allt landið og þá sáum við áhrif sem við höfðum ekki séð hvorki fyrr né síðar. Síðan höfum við verið með mjög stórt svæði friðað, 2000 ferkílómetrar, mjög stórt svæði, sem er Reykjanessvæði.“Drápu allt að helming stofns á árum áðurEn er það ekki einmitt til marks um að áhrif skotveiða eru hverfandi því stofninn þar hefur verið í sama takti og um land allt þar sem veiðar eru leyfðar? „Þá er veitt á svæðunum í kring. Og þá sjáum við ekki þessi sterku hrif og þegar slökkt var á veiðunum um allt land. Skýringin er sú að þetta er opið svæði, fuglarnir flæða inn og út þannig að hugsanleg betri afkoma inná friðaða svæðinu ræður þá; nettó útflutningur til svæða sem eru veidd í nágrenninu. Þegar við lokuðum algerlega fyrir um allt land þá sjáum við mjög skýr viðbrögð í stofninum. Hann tvöfaldaðist bæði árin. Ávöxtun eins og við sjáum rétt áður en allt fer að hrynja. Gríðarlegur vöxtur um allt land. Svo var byrjað að veiða og þá fór þetta í annað horf, svipað og hafði verið fyrir friðun.“ Áður en til friðunarinnar kom segir Ólafur að menn hafi verið að drepa allt að helming stofnsins, sem er ótrúlega hátt hlutfall. Þá voru menn að sem hreinlega höfðu þetta að atvinnu, lögðust út og vissu nákvæmlega hvar fuglinn var að finna. „Eftir friðun er þetta miklum mun lægra. Nú erum enn að taka svona jafnt hlutfall úr stofninum milli ára á bilinu 10 til 20 prósent, einhvers staðar á því bili.“Magnveiðin gat verið hrikaleg En, nú er Ísland fremur stórt í ferkílómetrum talið og erfitt yfirferðar. Hvernig var þetta mikla dráp eiginlega framkvæmanlegt? Rjúpan hlýtur að eiga sér náttúruleg griðlönd? „Veiðislóðin er orðin mjög aðgengileg. Og þeir sem þekkja inná fuglinn geta sett inn á mikla veiði, sérstaklega eins og skilyrðin eru núna, þar sem fuglinn safnast saman. Það breytist þegar snjóar. Nú er hann hvítur á dökkum bakgrunni og blasir við af mörg hundruð metra færi ef því er að skipta. Þessir hópar sem verða til við þessi skilyrði geta orðið mjög stórir sem safnast saman í eitt fjall og sitja þar í misdreifðum smáhópum. Stundum eins og þær liti fjallshlíðarnar gráar.“Keppt í rjúpnadrápi En, þetta hefur verið allsvakaleg magnveiði á árum áður? „Já. Veiðimenn eru upp til hópa ábyrgir. Þeir hafa sýnt það í kjölfar friðunaráranna þar sem menn hafa verið hvattir til að sýna drengskap, veiða bara fyrir sig og sína. Og stór hvati til magnveiða var útilokaður var sá að banna sölu. Rjúpur eru ekki lengur í boði á veitingastöðum og í verslunum. En, ungir sprækir menn sem gátu tekið sér frí og gerðu ekki annað en skjóta rjúpur yfir þann tíma gátu komist yfir talsvert magn.“ Ólafur minnist þess með hryllingi að einhvern tíma fyrir löngu var keppni um hver gæti skotið flestar rjúpur. Keppnin átti að fara fram við Húsafell, hvort ekki var byssa í verðlaun?Ólafur segir núverandi fyrirkomulag gallað, reynslan sýnir að meðalmaðurinn fer til veiða kannski þrjá daga.„Svo voru endalaust myndir af mönnum sem höfðu sett í marga fugla. Hundrað fugla jafnvel. Viðhorfin hafa breyst og menn líta frekar á þetta sem náttúruupplifun og sætta sig við að þeir séu bara að veiða fyrir sig og sína í tvær máltíðir og til lengri tíma litið er fyrirkomulagið á þann veg. Hitt gekk ekki upp gagnvart rjúpnastofninum eða siðferðilegri nálgun.“Núverandi fyrirkomulag gallaðEn, þetta breytir ekki því að núverandi fyrirkomulag, þar sem tilteknir dagar eru ætlaðir undir veiðina, hefur verið gagnrýnt harðlega. Bæði að það ali hreinlega á spennu og reki alla sem vettlingi geta valdið til fjalla og svo þetta það að þetta reki menn út í válynd veður. Ólafur tekur undir þau sjónarmið. „Vitað er að fyrstu dagarnir gefa best. Það var þannig áður og er enn. Óhjákvæmilega fara alltaf flestir fyrstu dagana sem eru leyfðir. Menn hafa verið að gagnrýna fyrirkomulagið vegna þess að veður geta þá reynst válynd. Og Skotvís hefur fært ágæt rök fyrir því að ágætt væri að hafa úr fleiri dögum að velja til að fara. Skotveiðimaðurinn fer í þrjá daga að meðaltali. Ég held að þessi rammi spani menn upp og að þeir fari þá út í vályndum veðrum. Það hefur verið afstaða Náttúrufræðistofnunar að stíga varlega til jarðar í veiðunum og hafa dagana frekar fáa en höfum vissulega viðurkennt að dagafjöldinn sem slíkur virðist ekki skipta höfuðmáli hversu margir sóknardagarnir verða.“Rjúpnastofninn í lágmarki Ólafur segir rjúpnastofninn nú á niðurleið, hann er reyndar í lágmarki. „Þannig að þetta var okkar ráðlegging til ráðherra og hann fór eftir henni. Höfum reynt að draga úr þessum deilum. Verður aldrei fullkomin sátt en menn hafa hist á haustin, fuglavernd, Skotvís, Náttúrufræðistofnun og fleiri aðilar. Hatramar deilur sem voru í fjölmiðlum heyra sem betur fer sögunni til.“ Jólafréttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rjúpuveiðitímabilið hefst um næstu helgi og eru margir skotveiðimenn gráir fyrir járnum; geta vart beðið eftir því að komast í þennan fugl sem svo margir telja ómissandi á borðum um jól. Mikið þarf að hafa fyrir því að ná í rjúpuna og fjölda veiðimanna bíður það hlutskipti að arka um fjöll og firnindi án þess svo mikið að sjá fugl. Hins vegar eru aðstæður þannig núna, í snjóleysinu, að einstaka veiðimaður getur lent í miklum fugli. Rjúpunnar er helst að vænta fyrir austan og svo norðaustan. Annars staðar á landinu er stofninn í lágmarki.Töluvert af rjúpu fyrir norðaustanVísir ræddi við Ólaf K. Nielsen, sérfræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands um stöðu mála en hann hefur nú árum saman fengist við rannsókn á rjúpnastofninum. Hann segir að skýrt hafi komið fram við lok talninga í vor, og af því dragi veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar til umhverfisráðherra dám, að rjúpnastofninn heilt yfir landið er lítill í samanburði við það sem áður hefur verið. „Á Norðausturlandi og Austurlandi er helst von rjúpna. Þar eru stofnarnir á niðurleið eftir hámark 2014 á Austurlandi og 2015 á Norðausturlandi. Þar er enn töluvert af rjúpu. Í öðrum landshlutum er stofninn í lágmarki,“ segir Ólafur. Og þar hafa menn það. En, hér með er ekki öll sagan sögð. Aðstæður eru sérstakar núna því snjólétt er á landinu.Hægt að drepa helling„Rjúpan er þeirrar náttúru, á þessum tíma, að þá hópar hún sig og ef skilyrðin eru sem núna eða snjólaust sækja þeir fuglar sem eftir eru á afmarkaða staði sem eru fannir í fjöllum og stórgrýtt. Þannig að jafnvel á svæðum þar sem lítið er af rjúpu geta menn verið að drepa helling vegna þessara eiginleika fuglanna: Að vilja hópa sig.“ Ólafur segir að jafnvel þó lítið sé um rjúpu í heilu landshlutunum geti menn lent í því að þar virkar sem heill hellingur sé af fugli. Og þá er hægt að gera góða ágæta veiði en það segir ekki alla söguna.Þessi veiðimaður fór um víðan völl fyrir fáeinum árum án þess svo mikið að sjá eina fjöður.visir/vilhelm„Talningarnar segja betri sögu. Við teljum á vorin þegar karrarnir hafa helgað sér óðul og dreift sér um landið. Þannig að, það gefur gleggri mynd af ástandi stofnsins, þessi úttekt á varpstofninum.“Fjöldi rjúpna drepnar til rannsóknaÁður en rjúpnaveiðitímabilið hefst fer hópur veiðimanna á vettvang og drepur þá fjölda fugla sem notaðir eru til frekari rannsóknar. Þeir eru að í svona fimm daga til að sækja sýni. Ólafur segist ekki vera sjálfur í þessum leiðöngrum, það eru tíu ár síðan hann skaut rjúpu. Hann segist lokaður inni á rannsóknarstofunni. „Fuglarnir eru kældir og svo erum við í eina níu daga við að mæla og kryfja,“ segir Ólafur. Þetta er 11. árið sem þessi háttur er hafður á. Síðan er unnið úr sýnum yfir veturinn. Úrvinnslan er mjög tímafrek að sögn vistfræðingsins. „Margt er gert við þetta og margt skoðað. Sérfræðingar við nokkrar stofnanir sem eru að vinn að þessu bæði hér á Íslandi og erlendis. Og úrvinnslan úr sýnunum tekur fleiri mannmánuði, ef ekki meira eða mannár. Þetta er tímafrek rannsókn og við erum að við það í vetur. Það sem snýr að okkur á Náttúrufræðistofnun eru mælingar á líkamsástandi fuglanna. Tekur okkur um tvo mánuði. Og við byrjuðum strax og við komum í bæinn núna í kringum 11. október og sú úrvinnsla er ekki búin fyrr en í desember.“Heilbrigði stofnsins skoðaðAðrir vinna í öðrum þáttum sem taka mislangan tíma að skoða.Vegna þess hversu snjólétt er hópar rjúpan sig í sköflum og þar sem stórgrýtt er. Menn geta því komist í stóra hópa en það gefur ekki rétta mynd af stöðunni.vísir„Hið árlega sýni eru hundrað fuglar. Þessar talningar sem við gerum, þær eru gerðar á hverju ári og hugsaðar eins lengi og stofninn er nýttur. Það er vöktun stofnsins en heilbrigði fuglsins er hugsað í afmarkaðan tíma. Þessi rannsókn er hugsuð í 12 ár sem taka til stofnbreytingar rjúpunnar og hvernig heilbrigðisþættir harmonera við stofnbreytingar. Eru einhverjar vísbendingar um það að heilbrigði fuglanna skipti máli í tengslum við stofnbreytingar? Þetta eru gríðarlegar breytingar sem verða á stofnstærð rjúpunnar milli ára; 20 til 30 faldur munur á stórum svæðum til dæmis á Reykjanesskaga. Þar voru veiðar bannaðar frá 2002 en fuglar flæða þar inn og út. Stærðin þar er í takti við það sem er að gerast um Vestur- og Suðurland. Stofnbreytingar eru í takti við mjög stóran hluta landsins á hverjum tíma. En, þetta eru gríðarlega miklar breytingar á stofnstærð á stuttum tíma.“Hnýslar gera rjúpunni lífið leittOg hvað er það svo sem komið hefur í ljós varðandi heilbrigðið? Jú, mikill munur er á því milli ára og ástand fuglanna tengist stofnbreytingum. „Ef við horfum til sníkjudýranna þá virðist það vera einkum einn hópur sem sýnir þau tengsl við stofnstærð rjúpunnar, sem bendir til að þessi hópur sé áhrifavaldur; þetta eru einfrumu sníkjudýr sem lifa í meltingarvegi fuglanna. Kallaðir hnýslar. Það eru tvær slíkar tegundir sem lifa í meltingarvegi rjúpunnar.“Og gerir þetta rjúpunni lífið leitt? „Þetta er þekktur ógnvaldur meðal annars í kjúklingarækt. Hún væri vart möguleg nema gefa lyf við þessari sóttkveikju. Hýslar eru vel þekktir bæði hjá fuglum og spendýrum. Hnýslasótt er þegar þetta er orðið sjúklegt. Þá er skepnan hætt að þrífast og blæðingar út frá meltingarvegi.“Hvar er hún þessi rjúpa? Þegar þessi mynd var tekin, fyrir tveimur árum, voru aðstæður aðrar en nú eru: Snjór yfir öllu og rjúpan þá dreifð.visir/vilhelmSmitmangið rís og hnígur í takti við stofnstærð rjúpunnar en með töf. „Þannig að smittíðnin er mest ári eða einu og hálfu ári eftir stofnstærð. Ferlar eru hliðraðir. Hýslarnir eru hámarki ári eftir hármark stofnstærð rjúpunnar. Þegar vistfræðingar eru að leita að áhrifaþáttum í reglubundnum stofnsveiflum eins og við sjáum hjá rjúpunni þá er horft til þátt sem hafa áhrif og jafnframt sýna þessi vensl eins og hnýslarnir, rísa og hníga eins og stofninn en með töf og virkni þeirra er mest í niðursveiflunni.“Minnir á trúarbragðadeilurAlmenna reglan á Íslandi er sú að rjúpan er mjög frjósöm og alla jafna er viðkoman góð, að sögn Ólafs. Veiðimenn halda því gjarnan fram að veiði sé hverfandi þáttur þegar viðgangur stofnsins er annars vegar. Vissulega er það svo að skotin rjúpa að vetri verpir ekki að vetri en snýst þetta ekki fyrst og fremst um það hversu margir ungar komast á legg? Og þar hlýtur veðurfar og svo jafnvel vargur að ráða mestu. Eða hvað? Ólafur er ekki til í að kvitta undir þetta. „Afföllin eru yfir haust og vetur og eru ráðandi hvað varðar stofnbreytingar. Þetta var niðurstaðan strax á sínum tíma út frá svokölluðum Hríseyjarrannsóknum, mynd sem dregin var upp strax á 7. áratugnum. En menn hafa deilt fram og til baka um áhrif skotveiða. Þessar deilur minna oft á deilur trúarbragðadeilur, menn eru með sínar trúarskoðanir og fylgja þeim fram í rauðan dauðann. Hin almenna regla í fræðunum var sú að menn töldu að veiðar skiptu ekki máli en síðan hafa viðhorf breyst og reynsla friðunaráranna 2003 og 2004 var slík að krafturinn hefur horfið úr þessum deilum hafa að mestu leyti; þegar menn sáu áhrif friðunarinnar á rjúpnastofninn.“Og það er óyggjandi?Menn eru nú miklum mun hófsamari við veiðarnar en áður var þegar magnveiðin tíðkaðist. Þá felldu menn allt að helming stofnsins.„Hvað er óyggjandi?“ spyr Ólafur á móti. „Rjúpan var friðuð yfir allt landið og þá sáum við áhrif sem við höfðum ekki séð hvorki fyrr né síðar. Síðan höfum við verið með mjög stórt svæði friðað, 2000 ferkílómetrar, mjög stórt svæði, sem er Reykjanessvæði.“Drápu allt að helming stofns á árum áðurEn er það ekki einmitt til marks um að áhrif skotveiða eru hverfandi því stofninn þar hefur verið í sama takti og um land allt þar sem veiðar eru leyfðar? „Þá er veitt á svæðunum í kring. Og þá sjáum við ekki þessi sterku hrif og þegar slökkt var á veiðunum um allt land. Skýringin er sú að þetta er opið svæði, fuglarnir flæða inn og út þannig að hugsanleg betri afkoma inná friðaða svæðinu ræður þá; nettó útflutningur til svæða sem eru veidd í nágrenninu. Þegar við lokuðum algerlega fyrir um allt land þá sjáum við mjög skýr viðbrögð í stofninum. Hann tvöfaldaðist bæði árin. Ávöxtun eins og við sjáum rétt áður en allt fer að hrynja. Gríðarlegur vöxtur um allt land. Svo var byrjað að veiða og þá fór þetta í annað horf, svipað og hafði verið fyrir friðun.“ Áður en til friðunarinnar kom segir Ólafur að menn hafi verið að drepa allt að helming stofnsins, sem er ótrúlega hátt hlutfall. Þá voru menn að sem hreinlega höfðu þetta að atvinnu, lögðust út og vissu nákvæmlega hvar fuglinn var að finna. „Eftir friðun er þetta miklum mun lægra. Nú erum enn að taka svona jafnt hlutfall úr stofninum milli ára á bilinu 10 til 20 prósent, einhvers staðar á því bili.“Magnveiðin gat verið hrikaleg En, nú er Ísland fremur stórt í ferkílómetrum talið og erfitt yfirferðar. Hvernig var þetta mikla dráp eiginlega framkvæmanlegt? Rjúpan hlýtur að eiga sér náttúruleg griðlönd? „Veiðislóðin er orðin mjög aðgengileg. Og þeir sem þekkja inná fuglinn geta sett inn á mikla veiði, sérstaklega eins og skilyrðin eru núna, þar sem fuglinn safnast saman. Það breytist þegar snjóar. Nú er hann hvítur á dökkum bakgrunni og blasir við af mörg hundruð metra færi ef því er að skipta. Þessir hópar sem verða til við þessi skilyrði geta orðið mjög stórir sem safnast saman í eitt fjall og sitja þar í misdreifðum smáhópum. Stundum eins og þær liti fjallshlíðarnar gráar.“Keppt í rjúpnadrápi En, þetta hefur verið allsvakaleg magnveiði á árum áður? „Já. Veiðimenn eru upp til hópa ábyrgir. Þeir hafa sýnt það í kjölfar friðunaráranna þar sem menn hafa verið hvattir til að sýna drengskap, veiða bara fyrir sig og sína. Og stór hvati til magnveiða var útilokaður var sá að banna sölu. Rjúpur eru ekki lengur í boði á veitingastöðum og í verslunum. En, ungir sprækir menn sem gátu tekið sér frí og gerðu ekki annað en skjóta rjúpur yfir þann tíma gátu komist yfir talsvert magn.“ Ólafur minnist þess með hryllingi að einhvern tíma fyrir löngu var keppni um hver gæti skotið flestar rjúpur. Keppnin átti að fara fram við Húsafell, hvort ekki var byssa í verðlaun?Ólafur segir núverandi fyrirkomulag gallað, reynslan sýnir að meðalmaðurinn fer til veiða kannski þrjá daga.„Svo voru endalaust myndir af mönnum sem höfðu sett í marga fugla. Hundrað fugla jafnvel. Viðhorfin hafa breyst og menn líta frekar á þetta sem náttúruupplifun og sætta sig við að þeir séu bara að veiða fyrir sig og sína í tvær máltíðir og til lengri tíma litið er fyrirkomulagið á þann veg. Hitt gekk ekki upp gagnvart rjúpnastofninum eða siðferðilegri nálgun.“Núverandi fyrirkomulag gallaðEn, þetta breytir ekki því að núverandi fyrirkomulag, þar sem tilteknir dagar eru ætlaðir undir veiðina, hefur verið gagnrýnt harðlega. Bæði að það ali hreinlega á spennu og reki alla sem vettlingi geta valdið til fjalla og svo þetta það að þetta reki menn út í válynd veður. Ólafur tekur undir þau sjónarmið. „Vitað er að fyrstu dagarnir gefa best. Það var þannig áður og er enn. Óhjákvæmilega fara alltaf flestir fyrstu dagana sem eru leyfðir. Menn hafa verið að gagnrýna fyrirkomulagið vegna þess að veður geta þá reynst válynd. Og Skotvís hefur fært ágæt rök fyrir því að ágætt væri að hafa úr fleiri dögum að velja til að fara. Skotveiðimaðurinn fer í þrjá daga að meðaltali. Ég held að þessi rammi spani menn upp og að þeir fari þá út í vályndum veðrum. Það hefur verið afstaða Náttúrufræðistofnunar að stíga varlega til jarðar í veiðunum og hafa dagana frekar fáa en höfum vissulega viðurkennt að dagafjöldinn sem slíkur virðist ekki skipta höfuðmáli hversu margir sóknardagarnir verða.“Rjúpnastofninn í lágmarki Ólafur segir rjúpnastofninn nú á niðurleið, hann er reyndar í lágmarki. „Þannig að þetta var okkar ráðlegging til ráðherra og hann fór eftir henni. Höfum reynt að draga úr þessum deilum. Verður aldrei fullkomin sátt en menn hafa hist á haustin, fuglavernd, Skotvís, Náttúrufræðistofnun og fleiri aðilar. Hatramar deilur sem voru í fjölmiðlum heyra sem betur fer sögunni til.“
Jólafréttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent