Toyota innkallar 5.8 milljón bíla í Japan, Kína og Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 14:40 16 dauðsföll hafa verið rakin til þessa galla í öryggispúðum Takata. Uppblástursbúnaður (sprengihleðslur) fyrir Takata loftpúða er ástæða þess að Toyota Motor Corp. innkallar nú samtals 5,8 milljón bíla. Skipta þarf út hættulegum uppblástursbúnaði púðanna. Innköllunin nú nær til bæði loftpúða sem fyrri Takata-innkallanir náðu ekki til en líka til uppblástursbúnaðar sem skipt var út í Takata-innkölluninni árið 2010. Reuters fréttaveitan greindi frá þessu nú í morgun, miðvikudag. Innköllunarhrinan vegna Takata loftpúða er löngu orðin sú stærsta í sögu bílsins og henni virðist hvergi nærri lokið enn. Bílaframleiðendur allsstaðar í heiminum endurskoða nú rækilega framleiðsluskýrslur sínar til að fá á hreint í hvaða bílum þeirra eru Takata loftpúðar og þá hverskonar. Það er gert eftir að bandarísk samgönguyfirvöld lýstu því yfir að fleiri gerðir Takata loftpúða en áður var haldið, gætu verið gallaðir og háskalegir, bæði í Bandaríkjunum og öðrum löndum einnig. Þær sprengihleðslur sem nú er sérstaklega leitað að innihalda efni sem geta sprungið fyrirvaralaust af miklum krafti ef mjög heitt er í veðri og loft er rakt. Skýrslur eru til um 16 dauðsföll í slíkum tilfellum. Flest þeirra áttu sér stað í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Toyota nær innköllunin nú einkum til metsölugerðarinnar Corolla og til Yaris bíla sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2000 til og með nóvember 2001 og frá apríl 2006 til og með desember 2014. Um það bil 1,16 milljón bílanna voru skráðir í Japan, um 820.000 í Kína og um 1,47 milljón í Evrópu. Innköllunin nú nær ennfremur til bíla sem skráðir voru í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum og Singapore. Auk Corolla og Yaris verða einnig innkallaðar gerðirnar Hilux og fólksbíllinn Ethios. Líklegt er að þessi nýja Takata-innköllun Toyota sé sú fyrsta og fleiri bílaframleiðendur muni gera hið sama. Nýr kafli hrinunnar sem hófst árið 2008 sé að hefjast enda telji samgönguyfirvöld heimsins sig hafa vissu fyrir því að minnst 100 milljón gallaðir Takata loftpúðar hafi komist í umferð og þá beri að innkalla alla með tölu. Frá þessu var greint á heimasíðu FÍB. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Uppblástursbúnaður (sprengihleðslur) fyrir Takata loftpúða er ástæða þess að Toyota Motor Corp. innkallar nú samtals 5,8 milljón bíla. Skipta þarf út hættulegum uppblástursbúnaði púðanna. Innköllunin nú nær til bæði loftpúða sem fyrri Takata-innkallanir náðu ekki til en líka til uppblástursbúnaðar sem skipt var út í Takata-innkölluninni árið 2010. Reuters fréttaveitan greindi frá þessu nú í morgun, miðvikudag. Innköllunarhrinan vegna Takata loftpúða er löngu orðin sú stærsta í sögu bílsins og henni virðist hvergi nærri lokið enn. Bílaframleiðendur allsstaðar í heiminum endurskoða nú rækilega framleiðsluskýrslur sínar til að fá á hreint í hvaða bílum þeirra eru Takata loftpúðar og þá hverskonar. Það er gert eftir að bandarísk samgönguyfirvöld lýstu því yfir að fleiri gerðir Takata loftpúða en áður var haldið, gætu verið gallaðir og háskalegir, bæði í Bandaríkjunum og öðrum löndum einnig. Þær sprengihleðslur sem nú er sérstaklega leitað að innihalda efni sem geta sprungið fyrirvaralaust af miklum krafti ef mjög heitt er í veðri og loft er rakt. Skýrslur eru til um 16 dauðsföll í slíkum tilfellum. Flest þeirra áttu sér stað í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Toyota nær innköllunin nú einkum til metsölugerðarinnar Corolla og til Yaris bíla sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2000 til og með nóvember 2001 og frá apríl 2006 til og með desember 2014. Um það bil 1,16 milljón bílanna voru skráðir í Japan, um 820.000 í Kína og um 1,47 milljón í Evrópu. Innköllunin nú nær ennfremur til bíla sem skráðir voru í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Mið-Austurlöndum og Singapore. Auk Corolla og Yaris verða einnig innkallaðar gerðirnar Hilux og fólksbíllinn Ethios. Líklegt er að þessi nýja Takata-innköllun Toyota sé sú fyrsta og fleiri bílaframleiðendur muni gera hið sama. Nýr kafli hrinunnar sem hófst árið 2008 sé að hefjast enda telji samgönguyfirvöld heimsins sig hafa vissu fyrir því að minnst 100 milljón gallaðir Takata loftpúðar hafi komist í umferð og þá beri að innkalla alla með tölu. Frá þessu var greint á heimasíðu FÍB.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent