Jón Guðni fékk beint rautt spjald í tapinu á 90. mínútu en liðið hleypti lífi í titilbaráttuna í síðustu umferð þegar það vann en Malmö tapaði.
Malmö er nú með sjö stiga forskot á toppnum þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum í þeim tveimur umferðum sem eru eftir og er því orðið meistari í 22. sinn í sögunni.
Þetta er fjórði Svíþjóðarmeistaratitill Malmö frá árinu 2010 en það er búið að festa sér sess sem stærsta liðið í Svíþjóð. Það missti af titlinum í fyrra til Norrköping sem þarf nú að láta hann af hendi.
Kári Árnason kom til Malmö í fyrra og spilaði alla leiktíðina í hjarta varnarinnar hjá meistaraliðinu. Viðar Örn Kjartansson spilaði hálfa leiktíðina áður en hann var seldur til Ísrael. Viðar er engu að síður enn þá markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni með fjórtán mörk.
Þetta er í annað sinn sem Kári verður meistari í Svíþjóð en hann fagnaði sigri í sænsku úrvalsdeildinni fyrir ellefu árum síðan þegar hann var leikmaður Djurgården. Hann varð tvöfaldur meistari 2005 en Malmö komst í úrslitaleik bikarsins í byrjun tímabilsins en tapaði.
— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016