Tveir utanþingsráðherrar í framboði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Reykjavíkurkjördæmin í hnotskurn Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira