American Apparel gjaldþrota í annað sinn Ritstjórn skrifar 27. október 2016 10:15 Líklega ein af saklausustu auglýsingum American Apparel. Mynd/American Apparel Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er bandaríski fatarisinn American Apparel að undirbúa sitt annað gjaldþrot á tveimur árum. Það er óhætt að segja að reksturinn hafi gengið ansi illa frá því að allt fór til fjandans fyrir rúmum tveimur árum. Viðskiptavinir merkisins voru farnir að gagnrýna auglýsingar fyrirtækisins, sem hafa oft þótt ansi ósmekklegar og fannst fólki of mikið vera um hlutgervingar kvenna. Í kjölfarið losaði stjórn fyrirtækisins sig við Dov Charney, stofnanda merkisins. Síðan þá hefur ætlunin að vera að breyta áherslum fyrirtækisins og gera auglýsingarnar siðlegri. Það er greinilegt að það ætlar ekki að takast þar sem ekkert gengur að ná upp sölunni, þrátt fyrir að búið sé að loka hundruðum búða víða um heim. Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Glæsilegir síðkjólar í rigningunni í Osló Glamour Kim og Kanye hanna barnaföt Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour
Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs er bandaríski fatarisinn American Apparel að undirbúa sitt annað gjaldþrot á tveimur árum. Það er óhætt að segja að reksturinn hafi gengið ansi illa frá því að allt fór til fjandans fyrir rúmum tveimur árum. Viðskiptavinir merkisins voru farnir að gagnrýna auglýsingar fyrirtækisins, sem hafa oft þótt ansi ósmekklegar og fannst fólki of mikið vera um hlutgervingar kvenna. Í kjölfarið losaði stjórn fyrirtækisins sig við Dov Charney, stofnanda merkisins. Síðan þá hefur ætlunin að vera að breyta áherslum fyrirtækisins og gera auglýsingarnar siðlegri. Það er greinilegt að það ætlar ekki að takast þar sem ekkert gengur að ná upp sölunni, þrátt fyrir að búið sé að loka hundruðum búða víða um heim.
Mest lesið Dress helgarinnar: Látum veðrið ekki hafa áhrif Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Glæsilegir síðkjólar í rigningunni í Osló Glamour Kim og Kanye hanna barnaföt Glamour 66°Norður á lista með Stellu McCartney og Arket Glamour Ómótstæðilegur óléttustíll Blake Lively vekur athygli Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Talaði íslensku við Ísak Glamour