Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 21:00 Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30