Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 21:00 Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30