Fimm gætu orðið yngst til að taka sæti á þingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. október 2016 09:45 1.306 frambjóðendur verða í framboði til Alþingis í kosningunum á morgun á 62 listum. Elsti frambjóðandinn er 92 ára en þeir yngstu eru nýorðnir átján ára. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti þingmaður sem náð hefur kjöri á Alþingi, 21 árs og 303 daga gömul. Hún náði kjöri að vori en tók ekki sæti fyrr en nokkrum vikum síðar. Víðir Smári Petersen er því enn yngstur til að taka sæti á Alþingi en hann var 21 árs og 328 daga þegar það gerðist í september 2010. Sé litið til kannana er enginn líklegur til að slá met Jóhönnu Maríu. Nokkrir frambjóðendur gætu skotið Víði Smára ref fyrir rass ef gæfan verður þeirra flokkum hliðholl og ef þeir taka sæti nógu snemma á kjörtímabilinu.Leiðrétting: Í útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu og fyrst á Vísi gleymdist að taka tillit til Rúnars Gíslasonar, frambjóðanda Vinstri grænna. Rúnar skipar 4. sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og gæti orðið uppbótarþingmaður verði jöfnunarsætakapallinn honum hliðhollur. Hið sama á um aðra frambjóðendur sem reifaðir eru í grein þessari. Sjá einnig:Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Rúnar er fæddur 17. apríl 1996 og þyrfti því að taka sæti á þingi fyrir 27. ágúst 2017 til að slá met Víðis Smára. Áður hefur verið fjallað um Rúnar á Vísi en hægt er að lesa um Rúnar og hans helstu baráttumál með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Páll Marís Pálssonmynd/framsóknarflokkurinnNafn: Páll Marís PálssonSæti: 3. sæti Framsóknarflokks í SuðvesturkjördæmiFæðingardagur: 11. maí 1997Til að slá metið þarf: Framsókn þyrfti að halda tveimur þingmönnum í Suðvestur og Páll að taka sæti fyrir 4. apríl 2019Helstu baráttumál: Afnám bleika skattsins, málefni innflytjenda og flóttamanna og nútímavæðing menntakerfisins. „Ég kynnti mér alla flokkana fyrir síðustu kosningar og heillaðist af þessari miðjusammvinnustefnu,“ segir Páll Marís Pálsson. Hann segir að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákvað að bjóða sig fram. „Maður hefur séð hvernig hið pólitíska umhverfi er og umræðan í kringum það. En ég lét slag standa og sé ekki eftir því.“ „Ég hafði ekki spáð í því að ég gæti orðið yngstur. Ég fór ekki í pólitík til að slá nein met,“ segir Páll en bætir við að skemmtilegt sé að svona skuli hafa hisst á. „Ef svo fer þá eru margir sem lögðu traust sitt á mig og ég mun gera mitt besta til að standa undir því.“ Að lokum vill Páll minna ungt fólk að fara á kjörstað. „Ef við viljum að rödd okkar heyrist þá verður ungt fólk að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa.“Melkorka Ýrr Yrsudóttirmynd/aðsendNafn: Melkora Ýrr YrsudóttirSæti: 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í NorðausturFæðingardagur: 20. janúar 1998Til að slá metið þarf: Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig þriðja þingmanninum í Norðaustur og Melkorka að taka sæti fyrir 15. desember 2019Helstu baráttumál: Virkja ungt fólk til stjórnmálaþátttöku, húsnæðismál og menntamál á landsbyggðinni „Ég hóf að kynna mér flokkana fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014. Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um frelsi og sjálfstæði einstaklingsins heilluðu mig,“ segir Melkorka Ýrr Yrsudóttir. Út frá því hóf hún að starfa í Verði, félagi ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Kosningabaráttan hefur gengið vel að sögn Melkorku. Hún hafi mætt nokkrum neikvæðum röddum en þær jákvæðu séu fleiri og vegi þyngra. „Þetta hefur verið mikill skóli og ég hef ítrekað þurft að stíga langt út fyrir þægindarammann.“ Að bjóða sig fram var ekki auðveld ákvörðun enda þátttaka í framboðinu tímafrek samhliða námi. Kostirnir voru hins vegar mun fleiri. „Það er svo margt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum en skortir kannski kjark til að taka þátt. Ég tel mikilvægt að ungt fólk sé áberandi innan allra flokka. Síðan hvet ég alla til að kynna sér flokkana og nýta kosningaréttinn.“Bjarni Halldór Janussonmynd/viðreisnNafn: Bjarni Halldór JanussonSæti: 4. sæti Viðreisnar í SuðvesturFæðingardagur: 4. desember 1995Til að slá metið þyrfti: Viðreisn að ná tveimur mönnum inn í Suðvestur og Bjarni að taka sæti fyrir 27. október 2017Helstu baráttumál: Húsnæðisvandinn, aðgengilegri sálfræðiþjónusta, frjálslyndara samfélag „Ég hóf þátttöku í Viðreisn árið 2014 áður en aflið var formlega stofnað,“ segir Bjarni Halldór Janusson. Hann segir ferskleikann og fagmennskuna í kringum stefnumótunarstarf flokksins hafa gripið sig. „Ég trúi því að vinnubrögð Viðreisnar séu best til þess fallin að koma umbótum í framkvæmd.“ Að taka þátt í kosningabaráttunni hefur gefið Bjarna mikið. Sambönd myndist innan flokksins og þar sé að finna sterka liðsheild. Síðan takist einnig vinabönd við frambjóðendur annara flokka á þegar fólk hittist á hinum ýmsu viðburðum. „Ég hef lengi gengið með þingmann í maganum. Lengi vel var ég kallaður Bjarni ráðherra í gríni því ég hafði skoðun á svo mörgu,“ segir Bjarni. „Í grunnskóla grínaðist ég stundum með það að ég ætlaði að verða yngsti þingmaðurinn. Nú hefur fólk komið til mín og gantast með að það gæti orðið raunin.“Starri Reynissonmynd/björt framtíðNafn: Starri ReynissonSæti: 3. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norðurFæðingardagur: 6. júlí 1995Til að slá metið þyrfti: Björt framtíð að ná inn tveimur mönnum í Reykjavík norður og Starri að taka sæti fyrir 30. maí 2017Helstu baráttumál: Ísland í ESB, uppstokkun í menntakerfinu og umhverfismál Þrátt fyrir ungan aldur hefur Starri setið í stjórn Bjartrar framtíðar frá árinu 2014. „Björt framtíð er frjálslyndur, alþjóðasinnaður miðjuflokkur og ég er akkúrat frjálslyndur alþjóðasinnaður maður. Þetta var því rökréttasti kosturinn.“ Það var að miklu leiti utanaðkomandi þrýstingur sem varð til þess að Starri bauð sig fram. Sá þrýstingur kom bæði frá samflokksmönnum hans og ALDE, Evrópskum regnhlífasamtökum frjálslyndra miðjumanna. „Það voru allir svo æstir í að ég færi fram að ég sló til,“ segir Starri og hlær. „Kosningabaráttan hefur bara gengið vel. Við mældumst tvö prósent í september en höfum verið að daðra við átta níu prósentin nú. Björt framtíð hefur fundið fyrir velvilja í sinn garð,“ segir Starri. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
1.306 frambjóðendur verða í framboði til Alþingis í kosningunum á morgun á 62 listum. Elsti frambjóðandinn er 92 ára en þeir yngstu eru nýorðnir átján ára. Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti þingmaður sem náð hefur kjöri á Alþingi, 21 árs og 303 daga gömul. Hún náði kjöri að vori en tók ekki sæti fyrr en nokkrum vikum síðar. Víðir Smári Petersen er því enn yngstur til að taka sæti á Alþingi en hann var 21 árs og 328 daga þegar það gerðist í september 2010. Sé litið til kannana er enginn líklegur til að slá met Jóhönnu Maríu. Nokkrir frambjóðendur gætu skotið Víði Smára ref fyrir rass ef gæfan verður þeirra flokkum hliðholl og ef þeir taka sæti nógu snemma á kjörtímabilinu.Leiðrétting: Í útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu og fyrst á Vísi gleymdist að taka tillit til Rúnars Gíslasonar, frambjóðanda Vinstri grænna. Rúnar skipar 4. sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og gæti orðið uppbótarþingmaður verði jöfnunarsætakapallinn honum hliðhollur. Hið sama á um aðra frambjóðendur sem reifaðir eru í grein þessari. Sjá einnig:Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Rúnar er fæddur 17. apríl 1996 og þyrfti því að taka sæti á þingi fyrir 27. ágúst 2017 til að slá met Víðis Smára. Áður hefur verið fjallað um Rúnar á Vísi en hægt er að lesa um Rúnar og hans helstu baráttumál með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Páll Marís Pálssonmynd/framsóknarflokkurinnNafn: Páll Marís PálssonSæti: 3. sæti Framsóknarflokks í SuðvesturkjördæmiFæðingardagur: 11. maí 1997Til að slá metið þarf: Framsókn þyrfti að halda tveimur þingmönnum í Suðvestur og Páll að taka sæti fyrir 4. apríl 2019Helstu baráttumál: Afnám bleika skattsins, málefni innflytjenda og flóttamanna og nútímavæðing menntakerfisins. „Ég kynnti mér alla flokkana fyrir síðustu kosningar og heillaðist af þessari miðjusammvinnustefnu,“ segir Páll Marís Pálsson. Hann segir að hann hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hann ákvað að bjóða sig fram. „Maður hefur séð hvernig hið pólitíska umhverfi er og umræðan í kringum það. En ég lét slag standa og sé ekki eftir því.“ „Ég hafði ekki spáð í því að ég gæti orðið yngstur. Ég fór ekki í pólitík til að slá nein met,“ segir Páll en bætir við að skemmtilegt sé að svona skuli hafa hisst á. „Ef svo fer þá eru margir sem lögðu traust sitt á mig og ég mun gera mitt besta til að standa undir því.“ Að lokum vill Páll minna ungt fólk að fara á kjörstað. „Ef við viljum að rödd okkar heyrist þá verður ungt fólk að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa.“Melkorka Ýrr Yrsudóttirmynd/aðsendNafn: Melkora Ýrr YrsudóttirSæti: 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í NorðausturFæðingardagur: 20. janúar 1998Til að slá metið þarf: Sjálfstæðisflokkurinn að bæta við sig þriðja þingmanninum í Norðaustur og Melkorka að taka sæti fyrir 15. desember 2019Helstu baráttumál: Virkja ungt fólk til stjórnmálaþátttöku, húsnæðismál og menntamál á landsbyggðinni „Ég hóf að kynna mér flokkana fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014. Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um frelsi og sjálfstæði einstaklingsins heilluðu mig,“ segir Melkorka Ýrr Yrsudóttir. Út frá því hóf hún að starfa í Verði, félagi ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Kosningabaráttan hefur gengið vel að sögn Melkorku. Hún hafi mætt nokkrum neikvæðum röddum en þær jákvæðu séu fleiri og vegi þyngra. „Þetta hefur verið mikill skóli og ég hef ítrekað þurft að stíga langt út fyrir þægindarammann.“ Að bjóða sig fram var ekki auðveld ákvörðun enda þátttaka í framboðinu tímafrek samhliða námi. Kostirnir voru hins vegar mun fleiri. „Það er svo margt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum en skortir kannski kjark til að taka þátt. Ég tel mikilvægt að ungt fólk sé áberandi innan allra flokka. Síðan hvet ég alla til að kynna sér flokkana og nýta kosningaréttinn.“Bjarni Halldór Janussonmynd/viðreisnNafn: Bjarni Halldór JanussonSæti: 4. sæti Viðreisnar í SuðvesturFæðingardagur: 4. desember 1995Til að slá metið þyrfti: Viðreisn að ná tveimur mönnum inn í Suðvestur og Bjarni að taka sæti fyrir 27. október 2017Helstu baráttumál: Húsnæðisvandinn, aðgengilegri sálfræðiþjónusta, frjálslyndara samfélag „Ég hóf þátttöku í Viðreisn árið 2014 áður en aflið var formlega stofnað,“ segir Bjarni Halldór Janusson. Hann segir ferskleikann og fagmennskuna í kringum stefnumótunarstarf flokksins hafa gripið sig. „Ég trúi því að vinnubrögð Viðreisnar séu best til þess fallin að koma umbótum í framkvæmd.“ Að taka þátt í kosningabaráttunni hefur gefið Bjarna mikið. Sambönd myndist innan flokksins og þar sé að finna sterka liðsheild. Síðan takist einnig vinabönd við frambjóðendur annara flokka á þegar fólk hittist á hinum ýmsu viðburðum. „Ég hef lengi gengið með þingmann í maganum. Lengi vel var ég kallaður Bjarni ráðherra í gríni því ég hafði skoðun á svo mörgu,“ segir Bjarni. „Í grunnskóla grínaðist ég stundum með það að ég ætlaði að verða yngsti þingmaðurinn. Nú hefur fólk komið til mín og gantast með að það gæti orðið raunin.“Starri Reynissonmynd/björt framtíðNafn: Starri ReynissonSæti: 3. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavík norðurFæðingardagur: 6. júlí 1995Til að slá metið þyrfti: Björt framtíð að ná inn tveimur mönnum í Reykjavík norður og Starri að taka sæti fyrir 30. maí 2017Helstu baráttumál: Ísland í ESB, uppstokkun í menntakerfinu og umhverfismál Þrátt fyrir ungan aldur hefur Starri setið í stjórn Bjartrar framtíðar frá árinu 2014. „Björt framtíð er frjálslyndur, alþjóðasinnaður miðjuflokkur og ég er akkúrat frjálslyndur alþjóðasinnaður maður. Þetta var því rökréttasti kosturinn.“ Það var að miklu leiti utanaðkomandi þrýstingur sem varð til þess að Starri bauð sig fram. Sá þrýstingur kom bæði frá samflokksmönnum hans og ALDE, Evrópskum regnhlífasamtökum frjálslyndra miðjumanna. „Það voru allir svo æstir í að ég færi fram að ég sló til,“ segir Starri og hlær. „Kosningabaráttan hefur bara gengið vel. Við mældumst tvö prósent í september en höfum verið að daðra við átta níu prósentin nú. Björt framtíð hefur fundið fyrir velvilja í sinn garð,“ segir Starri.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum