Samherji birtir laun sjómanna Sveinn Arnarsson skrifar 28. október 2016 07:00 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir verkföll bitna á öllum, bæði útgerð og sjómönnum. vísir/auðunn Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Samherji birti í gær laun sjómanna og vélstjóra hjá fyrirtækinu sem sýna að meðallaun háseta eru frá 100 til 200 þúsund krónur á dag og laun vélstjóra á bilinu 150 til 300 þúsund á dag. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, fagnar því að fyrirtækið birti laun starfsmanna og óskar eftir því að öll fyrirtækin geri slíkt hið sama. „Það er frábært að fá þessar tölur fram og ég hvet öll útgerðarfyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Því það eru ekki sömu laun hjá öllum útgerðum. Laun sjómanna hjá Samherja eru ekki meðallaun sjómanna á Íslandi, því fer fjarri,“ segir Valmundur. „Samherji er stórt fyrirtæki með gríðarlega mikinn kvóta og alls ekki hefðbundið íslenskt útgerðarfyrirtæki.“Laun sjómanna hjá Samherja í fyrraValmundur ValmundssonÞorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, segir það óskandi að sátt náist í deilunni fyrir 10. nóvember. „Verkföll bitna alltaf á öllum aðilum, bæði útgerðaraðilum sem og sjómönnum sjálfum þar sem þeir verða launalausir á meðan. Landvinnsla mun stöðvast hjá okkur með tilheyrandi tapi,“ segir Þorsteinn Már og telur ekki ráðlegt að yfirvöld skerist í leikinn. „Það er alls ekki óskastaða að lög verði sett á verkfallið. Það er skylda okkar að leysa deiluna okkar á milli og það munum við gera,“ bætir Þorsteinn Már við. Hjá Samherja eru meðallaun með orlofi allt frá 20 milljónum króna á ári upp í um 40 milljónir á ári miðað við um 200 úthaldsdaga á ári. Að auki er greitt orlof ofan á það kaup. „Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ segir Þorsteinn Már. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kosningar 2016 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira