Kári og Viðar fá milljónir í gullbónusa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 14:30 Kári Árnason. Vísir/Getty Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson áttu báðir stóran hlut í meistaratitli Malmö FF í ár og þeir fá báðir veglegan bónus. Sænska vefsíðan Fotbollskanalen hefur nú tekið það saman hvað leikmenn sænsku meistaranna fá í bónusgreiðslur fyrir sænska titilinn. Malmö FF tryggði sér titilinn í vikunni með því að vinna 3-0 sigur á Falkenberg á sama tíma og IFK Norrköping tapaði 2-1 á móti Elfsborg Allir leikmenn byrja á því að fá átta þúsund krónur sænskar en síðan leggst við fimm þúsund krónur sænskar fyrir hvern spilaðan leik og þrjú þúsund sænskar krónur fyrir þau skipti sem leikmaðurinn var ónotaður varamaður. Aðeins tveir leikmenn fá meira en Kári Árnason. Kári fær alls 184 þúsund sænskar krónur eða 2,3 milljónir íslenskra króna. Aðeins markvörðurinn Johan Wiland og Anton Tinnerholm fá meira en Kári. Kári fær síðan sömu upphæð og Jo Inge Berget. Viðar var seldur frá félaginu í lok ágúst en fær samt fínan bónus. Viðar fær 154 þúsund sænskar krónur eða 1,9 milljón íslenskra króna. Viðar skoraði fjórtán mörk fyrir Malmö-liðið og er ekki bara markahæsti leikmaður þess á tímabilinu heldur einnig markahæsti leikmaðurinn í allri sænsku úrvalsdeildinni. Því miður fyrir Viðar Örn þá fær hann engan sérstakan markabónus því ef svo hefði verið hefði íslenski landsliðsframherjinn verið í frábærum málum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira
Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson áttu báðir stóran hlut í meistaratitli Malmö FF í ár og þeir fá báðir veglegan bónus. Sænska vefsíðan Fotbollskanalen hefur nú tekið það saman hvað leikmenn sænsku meistaranna fá í bónusgreiðslur fyrir sænska titilinn. Malmö FF tryggði sér titilinn í vikunni með því að vinna 3-0 sigur á Falkenberg á sama tíma og IFK Norrköping tapaði 2-1 á móti Elfsborg Allir leikmenn byrja á því að fá átta þúsund krónur sænskar en síðan leggst við fimm þúsund krónur sænskar fyrir hvern spilaðan leik og þrjú þúsund sænskar krónur fyrir þau skipti sem leikmaðurinn var ónotaður varamaður. Aðeins tveir leikmenn fá meira en Kári Árnason. Kári fær alls 184 þúsund sænskar krónur eða 2,3 milljónir íslenskra króna. Aðeins markvörðurinn Johan Wiland og Anton Tinnerholm fá meira en Kári. Kári fær síðan sömu upphæð og Jo Inge Berget. Viðar var seldur frá félaginu í lok ágúst en fær samt fínan bónus. Viðar fær 154 þúsund sænskar krónur eða 1,9 milljón íslenskra króna. Viðar skoraði fjórtán mörk fyrir Malmö-liðið og er ekki bara markahæsti leikmaður þess á tímabilinu heldur einnig markahæsti leikmaðurinn í allri sænsku úrvalsdeildinni. Því miður fyrir Viðar Örn þá fær hann engan sérstakan markabónus því ef svo hefði verið hefði íslenski landsliðsframherjinn verið í frábærum málum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Sjá meira