Framsókn sökuð um fordóma í nýju kosningamyndbandi Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 12:36 Ugla og Steinunn Ása eru meðal fjölmargra sem telja nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins fyrir neðan allar hellur. Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband. Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband.
Kosningar 2016 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fleiri fréttir Síðasta flugvél Play farin úr landi Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum