Volkswagen gæti yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 15:10 Slagurinn um söluhæsta bílaframleiðandann er harður og hnífjafn. Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent