Volkswagen gæti yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 15:10 Slagurinn um söluhæsta bílaframleiðandann er harður og hnífjafn. Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent