Frambjóðendur orðnir stressaðir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2016 21:30 Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kjósendur er margir óákveðnir nú þegar skammur tími er til Alþingiskosninganna. Frambjóðendur flokkanna hafa verið á fullu í allan dag við að reyna að koma sínum stefnumálum á framfæri. Frambjóðendur Samfylkingarinnar heimsóttu Hárakademíuna í morgun ræddu við nemendur í skólanum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar segist óneitanlega vera orðin pínu stressuð yfir kosningunum. „Við erum náttúrulega með afskaplega lélegt fylgi og við erum auðvitað stressuð en það er bara hvati til þess að leggja enn harðar að sér. Við verðum að fram til tíu á kjördag þegar kjörstaðir loka og það þýðir ekkert að gefast upp fyrir fram,“ segir Sigríður Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins fór yfir málin með kjósendum í Múlakaffi í hádeginu. „Við erum bara búin að gera okkar allra besta í þessari kosningabaráttu og svo eru það kjósendur sem ákveða í raun og veru hver næstu skref eru. Ég er mjög sátt við okkar kosningabaráttu og ég mun vera alveg á fullu þar til að kjörstaðir opna og svo bara sjáum við hvað setur,“ segir Lilja. Á göngum Smáralindar spjölluðu frambjóðendur Pírata við vegfarendur. „Bæklingarnir ganga hratt út og fólk er almennt séð bara mjög jákvætt,“ segir Björn Leví Gunnarsson frambjóðandi Pírata. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frambjóðandi Viðreisnar ræddi komandi kosningar við kjósendur í Strandgötunni í Hafnarfirði í dag og verslunarmiðstöðinni Firðinum. „Á morgun er ég að fara kjósa nýjan frjálslynda flokk. Þá er ég að merkja x við c en ekki annan bókstaf sem ég hef merkt allt mitt líf þannig að það er skrýtið,“ segir Þorgerður Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira