Hátíðartónleikar á vígsluafmæli Magnús Guðmundsson skrifar 29. október 2016 12:30 Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið í fremstu röð kóra á Íslandi. Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju í næstu viku þegar 30 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst með margvíslegum hætti. Meðal annarra viðburða verður tímamótanna minnst með stórglæsilegum tónleikum í dag kl. 19 og á morgun kl. 17. Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju (áður Den Haag) flytja glæsilegu hátíðarverkin Fanfare og Te Deum eftir Charpentier og Messu nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach á hátíðartónleikum í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, en kirkjan var vígð 26. október 1986. Hljóðfæraleikararnir koma sérstaklega til landsins til að leika á þessum tónleikum og koma þeir m.a. frá París, Madrid, Lissabon, Sidney, Chicago, New York, London, München, Basel, Amsterdam og Kaupmannahöfn auk þess sem nokkrir Íslendingar sem hafa sérhæft sig í flutningi barokktónlistar leika með barokksveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur. Þar má finna fjölmargar óratóríur, passíur og sálumessur en líka kórverk án undirleiks frá ýmsum tímum, auk þess sem kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka. Mótettukórinn hefur farið í margar tónleikaferðir og sungið í helstu dómkirkjum Evrópu og tekið þátt í listahátíðum hér á landi sem erlendis. Einsöngvararnir hafa allir tengst listastarfi Hallgrímskirkju um árabil og eru þrír þeirra m.a. meðlimir í Schola cantorum. En einsöngvarar á tónleikunum verða þau Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Auður Guðjohnsen alt, Oddur A. Jónsson bassi, Thelma Sigurdórsdóttir sópran og Guðmundur Vignir Karlsson tenór og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Það verður því sannkölluð hátíðarstemning í Hallgrímskirkju um kosningahelgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október. Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Mikið verður um dýrðir í Hallgrímskirkju í næstu viku þegar 30 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju verður minnst með margvíslegum hætti. Meðal annarra viðburða verður tímamótanna minnst með stórglæsilegum tónleikum í dag kl. 19 og á morgun kl. 17. Hátíðlegur lúðraþytur og pákuslög ásamt glæsilegum söng og hljóðfæraslætti fylla hvelfingar Hallgrímskirkju þegar Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni í Hallgrímskirkju (áður Den Haag) flytja glæsilegu hátíðarverkin Fanfare og Te Deum eftir Charpentier og Messu nr. 1 í F-dúr eftir J.S. Bach á hátíðartónleikum í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju, en kirkjan var vígð 26. október 1986. Hljóðfæraleikararnir koma sérstaklega til landsins til að leika á þessum tónleikum og koma þeir m.a. frá París, Madrid, Lissabon, Sidney, Chicago, New York, London, München, Basel, Amsterdam og Kaupmannahöfn auk þess sem nokkrir Íslendingar sem hafa sérhæft sig í flutningi barokktónlistar leika með barokksveitinni. Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur. Þar má finna fjölmargar óratóríur, passíur og sálumessur en líka kórverk án undirleiks frá ýmsum tímum, auk þess sem kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka. Mótettukórinn hefur farið í margar tónleikaferðir og sungið í helstu dómkirkjum Evrópu og tekið þátt í listahátíðum hér á landi sem erlendis. Einsöngvararnir hafa allir tengst listastarfi Hallgrímskirkju um árabil og eru þrír þeirra m.a. meðlimir í Schola cantorum. En einsöngvarar á tónleikunum verða þau Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Auður Guðjohnsen alt, Oddur A. Jónsson bassi, Thelma Sigurdórsdóttir sópran og Guðmundur Vignir Karlsson tenór og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Það verður því sannkölluð hátíðarstemning í Hallgrímskirkju um kosningahelgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október.
Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira