Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2016 07:00 Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 benda til að kjósendur vilji hafa meira val um það hvernig raðað er á lista. Spurt var hvort fólk vildi að persónukjör yrði heimilað í meira mæli en nú er. 78 prósent játuðu því. vísir/gva Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Reglan um breytingu á röðun frambjóðenda er nokkuð flókin. Í umfjöllun Fréttablaðsins er stuðst við lýsingu Þorkels Helgasonar á vef landskjörstjórnar í greinargerð hans um kosningarnar 2003. Í kosningalögum er gert ráð fyrir að röð frambjóðenda ráðist af samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjósenda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot. Til einföldunar verður talað um stig í þessari umfjöllun. Þeir frambjóðendur sem hafa flestu stigin fá þingsætin. Til þess að gæta hlutleysis í umræðunni velur Fréttablaðið að taka ekki dæmi af neinu framboðanna í kosningunum núna. Þess í stað ímyndum við okkur að listi Njálunga bjóði fram.Hvernig má umraða á listum.Stigin sem frambjóðendur fá ráðast af því hversu marga menn listinn fær kjörna. Ef listi Njálunga fengi þrjá menn kjörna eru sex efstu mönnum á listanum reiknuð stig. Njáll Þorgeirsson, efsti maður á listanum, fær sex stig og Helga Njálsdóttir, sem er í sjötta sæti listans, fær eitt stig. Undantekningin er ef listi fær einungis eitt þingsæti í kosningunum. Þá eru þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, en ekki aðeins tveimur efstu. Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilt að strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn frambjóðenda. Einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjósandinn hefur krossað við, annars verður atkvæðaseðillinn ógildur. Látum sem svo að kjósandi sé eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar, sem er í fjórða sæti á lista Njálunga, og sonar hennar, Grana Gunnarssonar, sem er í níunda sæti. Þessi kjósandi strikar þá yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en Grana í fjórða sæti. Svo strikar kjósandinn yfir nafn Gunnars, eins og gert hefur verið í þriðju myndinni hér að ofan. Það þarf mikla samstöðu á meðal kjósenda til þess að ná fram breytingum á listum og breytingarnar geta aldrei orðið miklar. Í hæsta lagi er raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næsta fyrir ofan niður um sæti. Til þess að ná fram þeirri breytingu að víxla röð á tveimur frambjóðendum sama lista er öruggast að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem kjósandi ætlar að lyfta upp. Hlutfall kjósenda þarf að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1) þar sem r er svokölluð röðunartala. Sú tala er jöfn tvöfaldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Þessir útreikningar miðast þó við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Reglan um breytingu á röðun frambjóðenda er nokkuð flókin. Í umfjöllun Fréttablaðsins er stuðst við lýsingu Þorkels Helgasonar á vef landskjörstjórnar í greinargerð hans um kosningarnar 2003. Í kosningalögum er gert ráð fyrir að röð frambjóðenda ráðist af samanlagðri stigagjöf hvers frambjóðanda. Stigin fær hver þeirra af stöðu sinni á listanum að teknu tilliti til breytinga kjósenda. Í kosningalögum er talað um atkvæði og atkvæðabrot. Til einföldunar verður talað um stig í þessari umfjöllun. Þeir frambjóðendur sem hafa flestu stigin fá þingsætin. Til þess að gæta hlutleysis í umræðunni velur Fréttablaðið að taka ekki dæmi af neinu framboðanna í kosningunum núna. Þess í stað ímyndum við okkur að listi Njálunga bjóði fram.Hvernig má umraða á listum.Stigin sem frambjóðendur fá ráðast af því hversu marga menn listinn fær kjörna. Ef listi Njálunga fengi þrjá menn kjörna eru sex efstu mönnum á listanum reiknuð stig. Njáll Þorgeirsson, efsti maður á listanum, fær sex stig og Helga Njálsdóttir, sem er í sjötta sæti listans, fær eitt stig. Undantekningin er ef listi fær einungis eitt þingsæti í kosningunum. Þá eru þremur efstu mönnum listans reiknuð stig, en ekki aðeins tveimur efstu. Samkvæmt kosningalögum er kjósanda heimilt að strika yfir nöfn eða rita sætisnúmer að eigin vali framan við nöfn frambjóðenda. Einungis má gera breytingar á þeim lista sem kjósandinn hefur krossað við, annars verður atkvæðaseðillinn ógildur. Látum sem svo að kjósandi sé eindreginn stuðningsmaður Hallgerðar langbrókar, sem er í fjórða sæti á lista Njálunga, og sonar hennar, Grana Gunnarssonar, sem er í níunda sæti. Þessi kjósandi strikar þá yfir Bergþóru og setur Hallgerði í efsta sæti en Grana í fjórða sæti. Svo strikar kjósandinn yfir nafn Gunnars, eins og gert hefur verið í þriðju myndinni hér að ofan. Það þarf mikla samstöðu á meðal kjósenda til þess að ná fram breytingum á listum og breytingarnar geta aldrei orðið miklar. Í hæsta lagi er raunhæft að ná að færa frambjóðanda upp um eitt sæti og þá þann næsta fyrir ofan niður um sæti. Til þess að ná fram þeirri breytingu að víxla röð á tveimur frambjóðendum sama lista er öruggast að strika þann út sem á að færast niður og merkja 1 við þann sem kjósandi ætlar að lyfta upp. Hlutfall kjósenda þarf að vera hið minnsta jafnt 1/(r+1) þar sem r er svokölluð röðunartala. Sú tala er jöfn tvöfaldri tölu þingsæta listans, en 3 ef listinn fær aðeins eitt sæti. Þessir útreikningar miðast þó við að aðrir kjósendur, einkum þeir sem vilja koma í veg fyrir víxlunina, bregðist ekki við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira