Hlutfallslega færri höfðu kosið í Suðvesturkjördæmi klukkan ellefu í dag heldur en á sama tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave II árið 2010.
Klukkan ellefu höfðu 4,5% þeirra sem eru á kjörskrá kosið í kjördæminu en á kjörskrárstofni eru 68.242 manns. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave II árið 2010 höfðu 4,9% fólks á kjörskrá kosið sama tíma dags.
Slæmt veðurfar gæti verið helsta orsök þess hve dræm kjörsókn hefur verið það sem af er degi en rok og rigning er víða um land.
Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)