Innlent

Vonast til að fólk „kjósi með hjartanu“

Samúel Karl Ólason skrifar
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar.
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar. Mynd/Gunnar
Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, er ánægð með baráttu flokksmanna sinna og ljóst sé að margir kjósendur séu óákveðnir. Hún vonast til þess að fólk kjósi með hjartanu. Hún óttast þó hræðsluáróður um töpuð atkvæði.

„Ég var í Kringlunni í gær og mér fannst bara eins og allir væru ekki búnir að ákveða sig. Þau tóku okkur ofboðslega vel.“

Hún segir þó aðalatriðið vera að meðlimir Dögunar séu ánægðir með kosningabaráttuna.

„Okkur finnst við hafa komið heiðarlega fram, verið málefnaleg og komið fram með lausnir og gert okkar allra besta án þess að vera með skítkast, þó við séum virkilega með húmor. Við höfum haft gleðina og málefni í þessu alla leið,“ segir Helga.

„Við teljum að komum bara sterk út úr þessu. Svo vonumst við bara til þess að fólk kjósi með hjartanu.“

Kosningavakt Vísis fylgist grannt með gangi mála alla helgina. Vaktina má finna hér.


Tengdar fréttir

Búinn að kjósa og fer að smíða ramp

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir flokkinn halda ótrauðan áfram sama hverjar niðurstöðurnar verða.

Bjartsýni slagorð Óttarrs

Formaður Bjartrar framtíðar mætti á kjörstað í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.

Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum

Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda.

Vonast eftir afgerandi kosningu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður spenntur eftir að sjá hvernig þingið raðast saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×