Innlent

Ennþá varað við stormi

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við minnkandi suðaustanátt og dregur hægt úr úrkomu á Suður- og Vesturlandi í kvöld.
Búast má við minnkandi suðaustanátt og dregur hægt úr úrkomu á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Vísir/GVA
Veðurstofa Íslands varar enn við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, á hálendinu fram á kvöld. Að öðru leyti er minnkandi suðaustanátt og dregur hægt úr úrkomu á Suður- og Vesturlandi. Suðlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu í fyrramálið og léttir smám saman til Norðaustanlands, en hvassari norðvestlæg átt vestan til annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðvestan hvassviðri eða stormur Austanlands, en mun hægari vindur vestan til. Snjókoma eða slydda, en bjart með köflum fyrir sunnan og vestan. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:

Minnkandi norðvestanátt og dálítil él NA-lands, annars hægur vindur og víða bjart. Hiti um og yfir frostmarki, en upp í 6 stig með suðurströndinni.

Á miðvikudag:

Suðaustlæg átt, 8-13 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur í veðri.

Á fimmtudag:

Ákveðin austlæg átt og rigning sunnan- og austan til, annars úrkomulítið. Kólnar í veðri.

Á föstudag:

Útlit fyrir breytilega átt og úrkomulítið veður. norðaustanátt með rigningu eða slyddu, en lengst af þurrt syðra. Hiti 0 til 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×