Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2016 17:21 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57