Svona eru kræsingar flokkanna Anton Egilsson skrifar 29. október 2016 18:00 Ýmsar kræsingar voru á boðstólnum í kosningamiðstöðvum flokkanna í tilefni dagsins. Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira