Svona eru kræsingar flokkanna Anton Egilsson skrifar 29. október 2016 18:00 Ýmsar kræsingar voru á boðstólnum í kosningamiðstöðvum flokkanna í tilefni dagsins. Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi. Kosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Mikill erill hefur verið í kosningamiðstöðvum stjórnmálaflokkanna í dag eins og við var að búast. Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk ákveði að sækja kosningamiðstöðvar heim en margir stinga eflaust inn nefinu í þeim tilgangi að gæða sér á þeim kræsingum sem í boði eru. Leggja flokkar því oft á sig mikið kapp við að hafa veisluhlaðborð sitt sem allra veglegast. Fréttastofan fór á stúfana og rýndi í þann urmul veitinga sem flokkarnir bjóða upp á í tilefni kosningadagsins. Dæmi svo hver um sig hver er með veglegasta hlaðborðið.Hlaðborð Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn splæsti í tertu af dýrari gerðinni en vel skreytt Framsóknarterta blasti við gestum í kosingamiðstöð þeirra. Þá var einnig boðið upp á vel framsetta brauðtertu auk þess sem að flatkökur með rammíslensku hangikjöti voru á boðstólnum.Frá kosningamiðstöð Vinstri Grænna.Vinstri grænir buðu upp á ansi stílhreint og vel útilátið hlaðborð í kosningamiðstöð sinni. Á því var að finna brauð, kökur, ávextir og kex. Eitthvað við hæfi allra, svo mikið er víst.Kosningamiðstöð Bjartrar framtíðar.Snitturnar sem Björt framtíð buðu upp á ruku út eins og heitar lummur en eins og sjá má á myndinni voru þær við það að klárast. Þá var einnig boðið upp á kex og osta sem og pönnukökur sem eflaust hafa fallið vel í kramið hjá gestum og gangandi.Hlaðborðið í miðstöð Samfylkingarinnar.Í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar var í ýmis horn að líta. Þar var hægt að gæða sér á köku með rjóma auk þess sem meðal annars var boðið upp á pastarétt.Hlaðborð Viðreisnar í tilefni dagsins.Á hlaðborði Viðreisnar kennir ýmissa grasa. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi en boðið er upp á nokkrar tegundir af brauði og hvorki meira né minna en þrjár tegundir af vínberjum.Frá Valhöll í dag.Kruðerí var í forgrunni í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Þar var boðið upp á ýmsar tegundir af tertum og kökum auk annars góðgætis.Kosningamiðstöð Pírata var um borð í bát.Píratar voru lítið að flækja málin og buðu vafalaust upp á heiðarlegustu kræsingarnar. Þar skoluðu gestir kexkökum niður með uppáhelltu kaffi.
Kosningar 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira