Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 10. október 2016 07:00 Nýr Laugardalsvöllur samkvæmt teikningum Yrki arkitekta. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. Hver leggur sjö milljónir í verkefnið. Þetta kom fram á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem Degi B. Eggertssyni var veitt umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd borgarinnar. Fram hefur komið að KSÍ vilji kaupa völlinn og hefja samtal um uppbyggingu innan núverandi byggingarreits hans án fjárhagslegrar aðkomu borgarinnar. KSÍ hefur unnið hagkvæmniathugun um uppbyggingu fjölnota leikvangs þar sem markmiðið er að bæta völlinn sem þjóðarleikvang í knattspyrnu, auka nýtingu hans, ásamt því að styrkja nærumhverfi. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafa því ákveðið að veita styrk til undirbúnings á verkefninu. KSÍ hefur skuldbundið sig til að bera ábyrgð á framvindu verkefnisins og leggja fram verkefnisáætlun til samþykktar fyrir aðila samkomulagsins. Verkefnisáætlun skal gera ráð fyrir að næsta verkþætti verði lokið eigi síðar en 15. janúar 2017. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu aðilar samkomulagsins taka afstöðu til framhalds verkefnisins og raunhæfni. Afstaða mennta- og menningarmálaráðuneytis til frekari þátttöku mun taka mið af því að Laugardalsvöllur verði skilgreindur sem þjóðarleikvangur. Borgin hefur lýst sig reiðubúna að koma að nauðsynlegri greiningu og skipulagsvinnu sem tengist þróun fjölnota íþróttaleikvangs með vísan til erindis Knattspyrnusambands Íslands frá 10. mars 2016, samþykktar borgarráðs frá 15. september og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knattspyrnusamband Íslands munu veita alls 21 milljón króna til að fullkanna rekstrargrundvöll fjölnota íþróttaleikvangs, bera saman mismunandi útfærslur og vinna frumhönnun leikvangsins ásamt því að vinna kostnaðargreiningu vegna framkvæmda. Hver leggur sjö milljónir í verkefnið. Þetta kom fram á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem Degi B. Eggertssyni var veitt umboð til að skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd borgarinnar. Fram hefur komið að KSÍ vilji kaupa völlinn og hefja samtal um uppbyggingu innan núverandi byggingarreits hans án fjárhagslegrar aðkomu borgarinnar. KSÍ hefur unnið hagkvæmniathugun um uppbyggingu fjölnota leikvangs þar sem markmiðið er að bæta völlinn sem þjóðarleikvang í knattspyrnu, auka nýtingu hans, ásamt því að styrkja nærumhverfi. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafa því ákveðið að veita styrk til undirbúnings á verkefninu. KSÍ hefur skuldbundið sig til að bera ábyrgð á framvindu verkefnisins og leggja fram verkefnisáætlun til samþykktar fyrir aðila samkomulagsins. Verkefnisáætlun skal gera ráð fyrir að næsta verkþætti verði lokið eigi síðar en 15. janúar 2017. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu aðilar samkomulagsins taka afstöðu til framhalds verkefnisins og raunhæfni. Afstaða mennta- og menningarmálaráðuneytis til frekari þátttöku mun taka mið af því að Laugardalsvöllur verði skilgreindur sem þjóðarleikvangur. Borgin hefur lýst sig reiðubúna að koma að nauðsynlegri greiningu og skipulagsvinnu sem tengist þróun fjölnota íþróttaleikvangs með vísan til erindis Knattspyrnusambands Íslands frá 10. mars 2016, samþykktar borgarráðs frá 15. september og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira