Björt um brotthvarf Heiðu Kristínar: „Við erum ekki með djúpa vasa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 15:05 Björt segir brotthvarf Heiðu Kristínar koma sér í opna skjöldu. Vísir/Anton Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir mikinn missi vera af Heiðu Kristínu Helgadóttur úr starfi Bjartrar framtíðar. Heiða Kristín lýsti yfir stuðningi við Viðreisn á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir brotthvarf hennar koma sér í opna skjöldu, en að flokkarnir séu reknir með mismunandi hætti. „Það kom mér talsvert á óvart og í opna skjöldu að hún væri skilin við Bjarta framtíð og það verður missir af henni. Hún hefur unnið mjög gott starf með okkur,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Hún nefnir engan málefnalegan ágreining eða neitt svoleiðis en það er þessi vinna sem hún er að taka að sér. Og það er kannski líka þar sem skilur á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, við erum ekki með djúpa vasa og stóreignafólk á bak við okkur sem kostar framboðið. Því ekkert hægt að seilast í það neitt. Við bara rekum okkur öðruvísi,“ segir Björt en Heiða Kristín hefur aðstoðað Viðreisn við mótun stefnu sinnar síðustu misseri en er ekki á launum hjá flokknum. „Á bak við þetta framboð er örugglega mikið af góðu fólki en auðvitað líka eins og bersýnilega sést mikið fjármagn og stórir kostunaraðilar. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að taka ekki við fé frá fyrirtækjum og rekum okkur bara á löglegum fjárframlögum og þau leyfa ekki miklar auglýsingar eða mikið starfsmannahald eða annað,“ segir Björt.Er þetta ekkert áfall? Hún tók náttúrulega þátt í að stofna flokkinn. „Eins og ég segi þá er leiðinlegt að sjá á eftir henni, það er missir af henni. Hún er mjög góð í því sem hún gerir. Hún var góður félagi og við munum sakna hennar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir mikinn missi vera af Heiðu Kristínu Helgadóttur úr starfi Bjartrar framtíðar. Heiða Kristín lýsti yfir stuðningi við Viðreisn á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir brotthvarf hennar koma sér í opna skjöldu, en að flokkarnir séu reknir með mismunandi hætti. „Það kom mér talsvert á óvart og í opna skjöldu að hún væri skilin við Bjarta framtíð og það verður missir af henni. Hún hefur unnið mjög gott starf með okkur,“ segir Björt í samtali við Vísi. „Hún nefnir engan málefnalegan ágreining eða neitt svoleiðis en það er þessi vinna sem hún er að taka að sér. Og það er kannski líka þar sem skilur á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, við erum ekki með djúpa vasa og stóreignafólk á bak við okkur sem kostar framboðið. Því ekkert hægt að seilast í það neitt. Við bara rekum okkur öðruvísi,“ segir Björt en Heiða Kristín hefur aðstoðað Viðreisn við mótun stefnu sinnar síðustu misseri en er ekki á launum hjá flokknum. „Á bak við þetta framboð er örugglega mikið af góðu fólki en auðvitað líka eins og bersýnilega sést mikið fjármagn og stórir kostunaraðilar. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að taka ekki við fé frá fyrirtækjum og rekum okkur bara á löglegum fjárframlögum og þau leyfa ekki miklar auglýsingar eða mikið starfsmannahald eða annað,“ segir Björt.Er þetta ekkert áfall? Hún tók náttúrulega þátt í að stofna flokkinn. „Eins og ég segi þá er leiðinlegt að sjá á eftir henni, það er missir af henni. Hún er mjög góð í því sem hún gerir. Hún var góður félagi og við munum sakna hennar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Heiða Kristín lýsir stuðningi við Viðreisn Annar af stofnendum Bjartrar framtíðar er hætt í flokknum og gengin til liðs við Viðreisn. 9. október 2016 14:58